Velferðarráð - 1337
- Kl. 14:00 - 16:30
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1337
Nefndarmenn
- Heimir Haraldssonformaður
- Róbert Freyr Jónsson
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Hermann Ingi Arason
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Sigrún Elva Briemáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristín Birna Kristjánsdóttirfundarritari
Stuðnings- og stoðþjónusta á velferðarsviði
Málsnúmer 2021040809Kynning á umfangi heimaþjónustu 2020.
Lagt fram minnisblað um stöðuna í heimaþjónustunni m.t.t. húsnæðismála frá Bergdísi Ösp Bjarkadóttur forstöðumanni heimaþjónustu A, Elfu Björk Gylfadóttur forstöðumanni heimaþjónustu B og Hlyni Má Erlingssyni forstöðumanni heimaþjónustu Stoð sem sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs, Guðrúnu Sigurðardóttur, að vinna málið áfram í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.
Velferðarráð - málefni fatlaðs fólks - úttekt 2021
Málsnúmer 2021023280Tekið til umræðu verkefni T40 úr nýlegri úttekt í málaflokki fatlaðra.
Um er að ræða stefnumótun varðandi framtíðaruppbyggingu í málefnum fatlaðs fólks. Markmiðið er að meta þörf fyrir uppbyggingu á húsnæði í málaflokknum næstu 8 -10 ár hvað varðar búsetu og virkni.
Tekin fyrir tillaga Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs um skipan vinnuhóps til þess að vinna þetta verkefni.Velferðarráð samþykkir tillöguna og tilnefnir Heimi Haraldsson S-Lista og Hermann Inga Arason V-Lista í vinnuhópinn.
Velferðarráð - málefni fatlaðs fólks - úttekt 2021
Málsnúmer 2021023280Tekið fyrir verkefni T29 í nýlegri úttekt dagsettri 19. apríl 2021 í málaflokki fatlaðra.
Lagt fram minnisblað Svanborgar Bobbu Guðgeirsdóttur forstöðumanns sem sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð samþykkir tillögu sem lögð var fram í minnisblaði Svanborgar Bobbu Guðgeirsdóttur forstöðumanns Plastiðjunnar Bjargs-Iðjulundar.