Bæjarráð - 3693
20.08.2020
Hlusta
- Kl. 08:15 - 09:58
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3693
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Halla Björk Reynisdóttir
- Gunnar Gíslason
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Hlynur Jóhannssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og varamaður hennar boðuðu forföll.
Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað - endurskoðun
Málsnúmer 2017020113Rætt um endurskoðun lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna áfram að endurskoðun lögreglusamþykktarinnar.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024 - fjárhagsrammi
Málsnúmer 2020030454Rætt um drög að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020 - moldarlosun að Jaðri
Málsnúmer 2019090332Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir moldarlosunarsvæðið að Jaðri.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir moldarlosunarsvæðið á Jaðri með fjórum samhljóða atkvæðum.