Fræðsluráð - 10
- Kl. 13:30 - 15:45
- Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
- Fundur nr. 10
Nefndarmenn
- Ingibjörg Ólöf Isaksenformaður
- Heimir Haraldsson
- Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
- Rósa Njálsdóttir
- Þórhallur Harðarson
- Þuríður Sólveig Árnadóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Karl Frímannssonsviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
- Árni Konráð Bjarnasonforstöðumaður rekstrardeildar
Endurskoðun skólastefnu 2018
Málsnúmer 2017080125Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs lagði fram til kynningar fundargerðir stýrihóps um endurskoðun skólastefnu Akureyrarbæjar.
Brúum bilið - vinnuhópur
Málsnúmer 2018120163Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður starfshópsins Brúum bilið gerði grein fyrir gangi vinnunnar í hópnum og fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Skólahald í Grímseyjarksóla
Málsnúmer 2019050385Sviðsstjóri fræðslusviðs lagði fram minnisblað um stöðu skólahalds í Grímsey.
Fræðsluráð samþykkir að fella niður skólahald í Grímseyjarskóla tímabundið veturinn 2019-2020 meðan ekki eru fleiri nemendur skráðir í skólann en gera jafnframt ráð fyrir að sú ákvörðun verði endurskoðuð fyrri hluta árs 2020 fyrir skólaárið 2020-2021. Skólaganga þess nemanda sem skráður er í skólann myndi þá falla undir samþykktar reglur um skólagöngu nemenda í 9. og 10. bekk í Grímsey.
Fylgiskjöl
Fundaáætlun fræðsluráðs 2019
Málsnúmer 2018120120Tillaga að fundaáætlun fræðsluráðs fyrir tímabilið ágúst - desember 2019 lögð fram til staðfestingar.
Fræðsluráð staðfestir fyrirliggjandi fundaáætlun.
Glerárskóli - áskorun og fyrirspurn frá starfsmönnum
Málsnúmer 2019040241Guðríður Sigurðardóttir og Guðrún Þóra Björnsdóttir komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa fyrir hönd starfsfólks Glerárskóla þann 11. apríl 2019 og afhentu bréf frá starfsfólki sem varðar framtíðarskipulag skólastarfs.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að svara erindinu.
Árholt - endurbætur
Málsnúmer 2019050405Fyrirhugaðar endurbætur á Árholti lagðar fram til kynningar og afgreiðslu.
Fræðsluráð samþykkir að farið verði í nauðsynlegar endurbætur á Árholti til að starfsemi geti hafist þar í haust og beri jafnframt lausafjárleigu vegna þess.
Erindinu er vísað til umhverfis- og mannvirkjaráðs.Kynning á starfsemi skólaþjónustu Akureyrarkaupstaðar
Málsnúmer 2018080145Helga Vilhjálmsdóttir forstöðumaður skólaþjónustunnar kom á fundinn og fór yfir starfsemina á skólaárinu.