Bæjarstjórn - 3499
- Kl. 16:00 - 16:08
- Hamrar í Hofi
- Fundur nr. 3499
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirforseti bæjarstjórnar
- Andri Teitsson
- Hlynur Jóhannsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Guðmundur Baldvin Guðmundsson
- Gunnar Gíslason
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Heimir Haraldsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - lausnarbeiðni
Málsnúmer 2018060500Tekið fyrir erindi Ingibjargar Ólafar Isaksen bæjarfulltrúa B-lista dagsett 29. september 2021 þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum í bæjarstjórn Akureyrar og öðrum nefndum á vegum bæjarins vegna starfa á öðrum vettvangi.
Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina með 11 samhljóða atkvæðum og þakkar Ingibjörgu gott samstarf á liðnum árum.
Fylgiskjöl
Kosning bæjarráðs til eins árs
Málsnúmer 2018060035Lögð fram tillaga um að Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir verði varafulltrúi í bæjarráði til loka kjörtímabils í stað Ingibjargar Ólafar Isaksen.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Kosning nefnda 2018-2022 - varaskrifari bæjarstjórnar
Málsnúmer 2018060032Lögð fram tillaga um að Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir verði varaskrifari bæjarstjórnar til loka kjörtímabils í stað Ingibjargar Ólafar Isaksen.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - kjarasamninganefnd
Málsnúmer 2018060500Lögð fram tillaga B-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í kjarasamninganefnd:
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir verði varafulltrúi í stað Ingibjargar Ólafar Isaksen.Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - velferðarráð
Málsnúmer 2018060500Lögð fram tillaga B-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í velferðarráði:
Áslaug Magnúsdóttir verði varafulltrúi í stað Ingerar Rósar Ólafsdóttur.Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - fræðsluráð
Málsnúmer 2018060500Lögð fram tillaga um breytingu á skipan fræðsluráðs:
Þorlákur Axel Jónsson verði formaður í stað Ingibjargar Ólafar Isaksen.
Siguróli Magni Sigurðsson verði aðalfulltrúi í stað Ingibjargar Ólafar Isaksen og jafnframt varaformaður ráðsins.
Gunnar Már Gunnarsson verði varafulltrúi í stað Siguróla Magna Sigurðssonar.Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - umhverfis- og mannvirkjaráð
Málsnúmer 2018060500Lögð fram tillaga B-lista um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði:
Sunna Hlín Jóhannesdóttir verði aðalfulltrúi í stað Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar
Málsnúmer 2018060500Lögð fram tillaga um skipan varafulltrúa í svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar:
Sóley Björk Stefánsdóttir verði varafulltrúi í stað Ingibjargar Ólafar Isaksen.Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - ársþing SSNE
Málsnúmer 2018060500Lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa á ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir verði aðalfulltrúi í stað Ingibjargar Ólafar Isaksen.
Tryggvi Már Ingvarsson verði varafulltrúi í stað Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2018060500Lögð fram tillaga að breytingu á skipan varafulltrúa á landsþingum Sambands íslenskra sveitarfélaga:
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir verði varafulltrúi í Ingibjargar Ólafar Isaksen.Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar - endurskoðun samþykktar fyrir ráðin
Málsnúmer 2020020668Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 23. september 2021:
Lögð fyrir að nýju drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar. Drögin voru lögð fyrir bæjarráð 4. mars sl. og í framhaldinu send til umsagnar hverfisráðanna. Engar athugasemdir bárust.
Bæjarráð staðfestir með fimm samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögur og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni breytinganna.Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða samþykkt fyrir hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
Reglur Akureyrarbæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárin 2020-2021 og 2021-2022
Málsnúmer 2020100143Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 22. september 2021:
Lögð fram drög að breytingum á reglum um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki.
Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir breytingarnar og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Heimir Haraldsson kynnti efni breytinganna.Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagðar breytingar á reglum Akureyrarbæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum.
Fylgiskjöl