Bæjarráð - 3781
- Kl. 08:15 - 11.35
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3781
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonvaraformaður
- Gunnar Líndal Sigurðsson
- Hlynur Jóhannsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Sunna Hlín Jóhannesdóttir
- Brynjólfur Ingvarssonáheyrnarfulltrúi
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Inga Þöll Þórgnýsdóttirbæjarlögmaður ritaði fundargerð
Jafnlaunastjórnunarkerfi 2022
Málsnúmer 2022070198Kynning á jafnlaunastjórnunarkerfi Akureyrarbæjar.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjaráðs undir þessum lið.Skólastjórafélag Íslands - kjarasamningur 2022-2023
Málsnúmer 2022090682Kynning á nýgerðum kjarasamningi Skólastjórafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Fylgiskjöl
Félag stjórnenda leikskóla - kjarasamningur 2022-2023
Málsnúmer 2022090683Kynning á nýgerðum kjarasamningi Félags stjórnenda leikskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Fylgiskjöl
Tillögur um styttingu vinnutíma tónlistarskólakennara
Málsnúmer 2022090761Lögð fram tillaga að útfærslu styttingar vinnutíma tónlistarskólakennara.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir tillögu að útfærslu styttingar vinnutíma tónlistarskólakennara með gildistíma frá 1. september 2022.
Slökkvilið Akureyrar - beiðni um launað námsleyfi fyrir starfsmenn
Málsnúmer 2022090756Kynnt erindi frá Ólafi Stefánssyni slökkviliðsstjóra dagsett 15. september 2022 um að tveimur starfsmönnum slökkviliðsins verði veitt launað námsleyfi til menntunar í bráðatækni.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar bæjarráðs og óskar eftir frekari upplýsingum.
Fjárhagsáætlun 2023 - málaflokkur 121
Málsnúmer 2022090688Lögð fram drög að fjárhags- og starfsáætlun fyrir málaflokk 121 - fjársýslusvið, mannauðssvið og þjónustu- og skipulagssvið.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Listin að lifa á Norðurslóðum
Málsnúmer 2022090741Lagt fram minnisblað Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra varðandi vestnorrænu menningarhátíðina Listin að lifa á Norðurslóðum. Erindi hefur borist bæjarstjóra þar sem óskað er eftir samstarfi um framkvæmd hátíðarinnar á Akureyri vorið 2024. Bæjarstjóri kynnti erindið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við SSNE um erindið.
Hrísey - gatnagerðargjöld
Málsnúmer 2021030891Liður 19 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. september 2022:
Í mars árið 2019 samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að veita 75% afslátt af gatnagerðargjöldum á lóðum í Hrísey og Grímsey til ársloka 2021. Fyrir liggur að hverfisráð Hríseyjar hefur óskað eftir að gatnagerðargjald verði fellt niður í stað afsláttar til hvatningar hugsanlegum lóðakaupendum og til að bæta samkeppnisstöðu Hríseyjar gagnvart nærliggjandi byggðakjörnum þar sem þessi gjöld hafa verið felld niður við þegar tilbúnar götur.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að 75% afsláttur verði veittur af gatnagerðargjöldum í Hrísey til ársloka 2024.Bæjarráð samþykkir að 75% afsláttur verði veittur af gatnargerðargjöldum í Hrísey til ársloka 2024.
Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara 2022-2026
Málsnúmer 2022090478Liður 5 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 7. september 2022:
Rætt um stöðu aðgerðaáætlunar í málefnum eldra fólks.
Öldungaráð telur nauðsynlegt að fá kynningu á stöðu aðgerðaáætlunar í málefnum eldra fólks á næsta fundi ráðsins. Öldungaráð telur einnig mikilvægt að bæjarráð hugi sem fyrst að skipan starfshóps fyrir annan áfanga aðgerðaáætlunarinnar.Bæjarráð mun skipa starfshóp á næsta fundi bæjarráðs.
Fylgiskjöl
Nafnanefnd 2022-2026
Málsnúmer 2022061426Lögð fram drög að endurskoðuðu erindisbréfi nafnanefndar Akureyrarbæjar.
Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir endurskoðað erindisbréf nafnanefndar Akureyrarbæjar og felur forstöðumanni þjónustu og þróunar að koma með tillögur að nefndarmönnum.
Súlur Vertical - stuðningur við fjallahlaupið
Málsnúmer 2021010344Tekið fyrir erindi dagsett 18. september 2022 frá Birki Baldvinssyni f.h. stjórnar Súlna Vertical þar sem óskað er eftir endurnýjuðu samstarfi um framkvæmd fjallahlaupsins.
Birkir Baldvinsson kynnti efni erindisins.
Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð þakkar Birki Baldvinssyni fyrir kynninguna og tekur jákvætt í erindið. Bæjarráð felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að leggja fram drög að viljayfirlýsingu um áframhaldandi stuðning Akureyrarbæjar við Súlur Vertical til 5 ára.
Beiðni um stuðning við starfsemi Frú Ragnheiðar
Málsnúmer 2022090772Tekið fyrir erindi dagsett 16. september 2022 frá Ingibjörgu Halldórsdóttur f.h. Eyjafjarðardeildar Rauða krossins þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi Frú Ragnheiðar á Akureyri.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.
Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir óska bókað:
Við teljum mikilvægt að styðja við starfsemi Frú Ragnheiðar á Akureyri, enda um að ræða mikilvægt samfélagslegt verkefni. Bæjarráð ætti því að taka jákvætt í erindið og undirbúa drög að samkomulagi við Eyjafjarðardeild Rauða krossins.Fylgiskjöl
Kosning nefnda 2022-2026 - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2022030877Lögð fram til kynningar tillaga að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026. Sunna Hlín Jóhannesdóttir er tilnefnd sem varafulltrúi fyrir Norðausturkjördæmi.
Bæjarráð bókar að það sé afar sérstakt að Akureyrarbær eigi ekki aðalfulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga annað kjörtímabilið í röð.
Fylgiskjöl
Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda - samráð
Málsnúmer 2022090765Lögð fram drög að upplýsingastefnu stjórnvalda sem birt hafa verið í samráðsgátt. Umsagnarfrestur er til og með 9. október 2022.
Bæjarráð felur þjónustu- og skipulagssviði að rýna drög að upplýsingastefnu stjórnvalda og leggja fyrir bæjarráð.
Fylgiskjöl