Bæjarstjórn - 3390
- Kl. 16:00 - 18:28
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3390
Nefndarmenn
- Matthías Rögnvaldssonforseti bæjarstjórnar
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Guðmundur Baldvin Guðmundsson
- Logi Már Einarsson
- Sigríður Huld Jónsdóttir
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Preben Jón Pétursson
Starfsmenn
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
Kosning nefnda 2014-2018 - breyting á skipan þingfulltrúa á landsþing Sambandsins
Málsnúmer 2014060061Lögð fram tillaga Æ-lista um breytingu á skipan þingfulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga:
Preben Jón Pétursson tekur sæti Margrétar Kristínar Helgadóttur.Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.
Geirþrúðarhagi 5 - deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 20151201858. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 23. mars 2016:
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 27. janúar 2016 og að breytingin yrði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 23. mars 2016. Breyting er gerð á byggingarreit til austurs í samræmi við viðræður við hönnuð (sjá tölvupóst).
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.
Matthíasarhagi 1 - deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 20160301159. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 23. mars 2016:
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 10. febrúar 2016 og að breytingin yrði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 23. mars 2016. Viðbót við erindið barst 16. mars 2016 þar sem óskað var eftir hækkun á nýtingarhlutfalli.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.
Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2016 - íþróttaráð
Málsnúmer 2016010065Starfsáætlun og stefnuumræða íþróttaráðs.
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og formaður íþróttaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun ráðsins.
Almennar umræður.Skýrsla bæjarstjóra
Málsnúmer 2010090095Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.