Velferðarráð - 1213
- Kl. 14:00 - 16:15
- Hlíð - samkomusalur
- Fundur nr. 1213
Nefndarmenn
- Sigríður Huld Jónsdóttirformaður
- Halldóra Kristín Hauksdóttir
- Róbert Freyr Jónsson
- Svava Þórhildur Hjaltalín
- Valur Sæmundsson
- Valbjörn Helgi Viðarssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Karólína Gunnarsdóttirþjónustustjóri
- Soffía Lárusdóttirframkvæmdastjóri
- Kolbeinn Aðalsteinssonfundarritari
Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - dagþjónusta
Málsnúmer 2015070050Lögð fram tillaga Halldórs Sigurðar Guðmundssonar framkvæmdastjóra ÖA um að starfsemi dagþjónustunnar í Víðilundi flytji starfsemi sína í Hlíð, Austurbyggð 17. Þar með verði öll dagþjónusta starfrækt á einum stað og með því náist betur að mæta þörfum notenda og auka gæði þjónustunnar.
Á fundinn mættu undir þessum lið Friðný Sigurðardóttir þjónustustjóri, Helga Guðrún Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri og staðgengill framkvæmdastjóra og Björg Jónína Gunnarsdóttir deildarstjóri dagþjónustu í Víðilundi.Velferðarráð samþykkir að flytja starfsemi dagþjónustu í Víðilundi í Hlíð, Austurbyggð 17. Kostnaður vegna flutnings verði áætlaður í fjárhagsáætlun 2016.
Velferðarráð - rekstraryfirlit 2015
Málsnúmer 2015010045Lagt var fram til kynningar yfirlit um rekstur ÖA fyrstu sjö mánuði ársins.
Helga Guðrún Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri sat fundinn undir þessum lið.Jafnréttisstefna 2015-2019
Málsnúmer 2015060217Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2015-2019 var samþykkt í samfélags- og mannréttindaráði 11. júní 2015 og send til umsagnar í nefndum og deildum.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar fór yfir athugasemdir deildarinnar dagsettar 31. ágúst 2015.Velferðarráð samþykkir að skjalið fari með þeim athugasemdum sem þar koma fram. Jafnframt mælir velferðarráð með að stefnuskjalið í heild verði stytt og gert hnitmiðara.
Velferðarráð - fjárhagsáætlun 2016
Málsnúmer 2015080062Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar velferðarráðs og rætt um áætlaðar nýframkvæmdir 2016-2021.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri búsetudeildar sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks - umsókn um styrk
Málsnúmer 2012020024Lögð fram til kynningar umsókn Fasteigna Akureyrarbæjar, búsetudeildar og framkvæmdadeildar um styrk frá velferðarráðuneytinu til framkvæmdar úttektar á aðgengismálum á Akureyri samanber lið A1 í aðgerðaráætlun. Sótt var um styrk til úttektar á umferðamannvirkjum með áherslu á aðgengi fatlaðs fólks að og frá stoppistöðvum Strætisvagna Akureyrar að helstu opinberu byggingum á Akureyri.
Búsetustefna - framkvæmd 2015
Málsnúmer 2015050119Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri og Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri búsetudeildar kynntu drög að minnisblaði um þróun búsetuþjónustunnar og hugmyndir að skipulagsbreytingu.
Lagt fram til kynningar og umræðu.