Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 643
- Kl. 13:00 - 14:05
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 643
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonstaðgengill byggingarfulltrúa
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Skútagil 3, íb. 201 - geymsluloft
Málsnúmer 2017040117Erindi dagsett 20. júlí 2017 þar sem Sveinmar Rafn Stefánsson sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum íbúðar 201 í húsi nr. 3 við Skútgil. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Vanabyggð 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir skjólvegg
Málsnúmer 2017080045Erindi dagsett 9. ágúst 2017 þar sem Friðrik Hjaltalín og Svava Þórhildur Hjaltalín sækja um leyfi til að reisa 1,6 m háan skjólvegg umhverfis svalir á efri hæð húss nr. 1 við Vanabyggð. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda í húsi og nágranna aðliggjandi lóðar.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar erindinu og óskar eftir aðaluppdráttum og sérteikningum vegna burðarþols.
Eyjafjarðarbraut/Flugsafn Íslands - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2017080042Erindi dagsett 14. ágúst 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Flugsafns Íslands sækir um leyfi til að setja glugga á norðurgafl hússins við Eyjafjarðarbraut, lnr. 209043, sem hýsir safnið. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.
Drottningarbraut - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2017020173Erindi dagsett 28. febrúar 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf. sækir um breytingar á áður samþykkum teikningum af viðbyggingu við núverandi þjónustustöð við Drottningarbraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.
Beykilundur 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir kjallara undir sólpall
Málsnúmer 2017080048Erindi dagsett 15. ágúst 2017 þar sem Sigurður Steingrímsson og Kristjana Friðriksdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir kjallara undir sólpall við hús nr. 1 við Beykilund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Margrétarhagi 8 - skil á lóð
Málsnúmer 2017050028Erindi dagsett 18. ágúst 2017 þar sem Guttormur Pálsson fyrir hönd VAPPS ehf. segir sig frá lóðinni nr. 8 við Margrétarhaga.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.