Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 574
- Kl. 13:00 - 15:00
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 574
Nefndarmenn
- Bjarki Jóhannessonskipulagsstjóri
- Leifur Þorsteinsson
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Strandgata 53 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016020123Erindi dagsett 10. febrúar 2016 þar sem Eyjólfur Valgarðsson f.h. Arctic ehf., kt. 520115-2180, sækir um breytingar innanhúss á Strandgötu 53. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Eyjólf Valgarðsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Óseyri 1 - umsókn um leyfi fyrir breytingum inni
Málsnúmer 2013100195Erindi dagsett 18. október 2013 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Karatefélags Akureyrar, kt. 711008-1440, sækir um leyfi fyrir breytingum innanhúss á Óseyri 1. Meðfylgjandi eru gátlisti, tilkynning um hönnunarstjóra og teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson. Innkomin umsögn Heilbrigðiseftirlits 3. júní 2015. Innkomnar teikningar 12. febrúar 2016.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Hjalteyrargata 6 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016010060Erindi dagsett 6. janúar 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Teknor ehf., kt. 620500-2910, sækir um breytingar á Hjalteyrargötu 6 og tímabundna opnun milli eignarhluta. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson. Innkomnar teikningar 12. febrúar 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið og tímabundnar breytingar til fimm ára.
Þórunnarstræti 123 - fyrirspurn
Málsnúmer 2016020159Erindi dagsett 15. febrúar 2016 þar sem Edda Lára Guðgeirsdóttir f.h. íbúa við Þórunnarstræti 123 sendir inn fyrirspurn um byggingu bílskúrs við Þórunnarstræti 123.
Skipulagsstjóri óskar eftir frekari gögnum sem sýna afstöðu, útlit og umfang bílgeymslu, til að leggja fyrir skipulagsnefnd.
Hrísalundur 5 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2015120082Erindi dagsett 3. febrúar 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Hrísalundi 5. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar teikningar 17. febrúar 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Hólabraut 16 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu
Málsnúmer 2013080246Erindi dagsett 25. janúar 2016 þar sem Jónas V. Karlesson f.h. Áfengis-/tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum vegna viðbyggingar við hús nr. 16 við Hólabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Karl-Erik Rocksén, innkomnar þann 16. febrúar 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.