Bæjarstjórn - 3435
- Kl. 16:00 - 16:37
- Hamrar í Hofi
- Fundur nr. 3435
Nefndarmenn
- Matthías Rögnvaldssonforseti bæjarstjórnar
- Dagbjört Elín Pálsdóttir
- Guðmundur Baldvin Guðmundsson
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Sigríður Huld Jónsdóttir
- Silja Dögg Baldursdóttir
- Baldvin Valdemarsson
- Edward Hákon Huijbens
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Preben Jón Pétursson
Starfsmenn
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirforstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki
Málsnúmer 20170400958. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 17. maí 2018:
Lagður fram viðauki 7.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 7 að upphæð 107,5 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
Klettaborg - umsókn um heimild til breytingar á deiliskipulagi
Málsnúmer 201705007810. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 18. maí 2018:
Erindi dagsett 11. maí 2017 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi á leiksvæði við Klettaborg, sjá mynd. Fyrirhugað er að byggja sex þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk með mikla stuðningsþörf og sameiginlega aðstöðu fyrir íbúa og starfsfólk. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 31. maí 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 21. nóvember 2017 og unnin af Kollgátu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að næstu nágrönnum verði tilkynnt um auglýsinguna.Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn áætlun um fundi
Málsnúmer 2017050158Lögð fram tillaga um að næsti fundur bæjarstjórnar, þann 12. júní nk., sem jafnframt verður fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar, verði haldinn í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Skýrsla bæjarstjóra
Málsnúmer 2010090095Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar. Jafnframt þakkaði bæjarstjóri bæjarfulltrúum og starfsfólki bæjarins fyrir samstarfið síðastliðin átta ár.