Velferðarráð - 1212
- Kl. 14:00 - 16:25
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1212
Nefndarmenn
- Sigríður Huld Jónsdóttirformaður
- Róbert Freyr Jónsson
- Halldóra Kristín Hauksdóttir
- Svava Þórhildur Hjaltalín
- Valur Sæmundsson
- Valbjörn Helgi Viðarssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirframkvæmdastjóri
- Soffía Lárusdóttirframkvæmdastjóri
- Halldór Sigurður Guðmundssonframkvæmdastjóri
- Karólína GunnarsdóttirÞjónustustjóri
- Margrét Alfreðsdóttirfundarritari
Fjárhagserindi 2015 - áfrýjanir
Málsnúmer 2015010023Selma Heimisdóttir félagsráðgjafi kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók velferðarráðs.
Synjun fjárhagsaðstoðar
Málsnúmer 2015030174Úrskurður úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála dagsett 27. maí 2015 var lagður fram til kynningar.
Búsetudeild - einstaklingsmál 2015
Málsnúmer 2015050008Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Hlynur Már Erlingsson verkefnastjóri búsetudeildar og Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar fóru yfir málefni einstaklings. Þau kynntu bréf dag/göngudeildar geðlækninga SAk dagsett 16. júlí 2015 er varðaði viðkomandi svo og greinargerð um málefni viðkomandi dagsett 25. ágúst 2015 undirrituð af Hlyni Má Erlingssyni.
Lagt fram til kynningar.Málaflokkur fatlaðra í Eyjafirði - ársskýrslur
Málsnúmer 2012030171Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lögðu fram og kynntu ársskýrslu 2014 fyrir sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Velferðarráð - fjárhagsáætlun 2016
Málsnúmer 2015080062Forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2016 voru lagðar fram til kynningar.
Velferðarráð samþykkir að boða til aukafundar mánudaginn 21. september nk. kl. 16:00 vegna fjárhagsáætlunar 2016.
Drög að þingsályktunartillögu um geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun
Málsnúmer 2015080066Drög að nýrri þingsályktunartillögu um geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun voru á vef velferðarráðuneytisins til umsagnar og ábendinga. Umsögn/ábendingar velferðarráðs dagsettar 17. ágúst 2015 voru lagðar fram á til kynningar fundinum.
Velferðarráð - rekstraryfirlit 2015
Málsnúmer 2015010045Framkvæmdastjórar ÖA Halldór Sigurður Guðmundsson, búsetudeildar Soffía Lárusdóttir og fjölskyldudeildar Guðrún Ólafía Sigurðardóttir lögðu fram og kynntu rekstraryfirlit fyrir fyrstu sjö mánuði ársins.
CONNECT - verkefnið
Málsnúmer 2014060231Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sagði stuttlega frá því sem er að gerast á búsetudeild varðandi nýtingu á velferðartækni á vettvangi.
Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá fundi þátttökulanda í Connect verkefninu sem hann mun sækja ásamt fulltrúa frá Reykjavíkurborg. Fundurinn verður haldinn 2. og 3. september nk. í Stokkhólmi.Ársskýrsla Öldrunarráðs Íslands 2015
Málsnúmer 2015070122Ársskýrsla Öldrunarráðs Íslands sem lögð var fyrir aðalfund í maí 2015 lögð fram til kynningar.
Sjúkrahúsið á Akureyri - samráðshópur vegna þjónustu við aldraða á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands
Málsnúmer 2015070070Lagt var fram bréf dagsett 2. júlí 2015 frá starfandi framkvæmdastjóra lyflækningasviðs SAk, Ingvari Þóroddssyni, til bæjarstjórans á Akureyri. Í bréfinu er lagt til að stofnaður verði samráðshópur vegna þjónustu við aldraða á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Einnig var lagt fram minnisblað Halldórs Sigurðar Guðmundssonar framkvæmdastjóra ÖA dagsett 13. ágúst 2015 varðandi erindið og um hlutverk þjónustuhóps aldraðra skv. lögum um málefni aldraðra.
Velferðarráð leggur til að Akureyrarbær tilnefni tvo fulltrúa í samráðshópinn, þ.e. framkvæmdastjóra ÖA og framkvæmdastjóra búsetudeildar. Jafnframt verði fundargerðir samráðshópsins lagðar fyrir velferðarráð til kynningar.
Velferðarráð hvetur einnig til þess að þjónustuhópur aldraðra taki til starfa fyrir starfssvæðið, eins og áskilið er í lögum.Sérúrræði
Málsnúmer 2015050135Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA gerði grein fyrir beiðni um aukafjárveitingu dagsett 19. maí 2015 til velferðarráðuneytisins vegna sérúrræðis. Einnig var kynnt afgreiðsla ráðuneytisins á erindinu dagsett 5. ágúst 2015.
Sjúkrahúsið á Akureyri - þjónusta öldrunarlækna
Málsnúmer 2013120021Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA gerði grein fyrir vinnu við framlengingu þjónustusamnings við SAk um læknisþjónustu.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - dagþjónusta
Málsnúmer 2015070050Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA gerði grein fyrir minnisblaði sínu dagsettu 19. ágúst 2015 varðandi skipan og áherslur í dagþjónustu hjá ÖA.