Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 597
- Kl. 13:00 - 14:00
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 597
Nefndarmenn
- Bjarki Jóhannessonskipulagsstjóri
- Leifur Þorsteinsson
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Vörðutún 2 - umsókn um skjólvegg
Málsnúmer 2016050120Erindi frá Pálma Gauta Hjörleifssyni þar sem hann óskar eftir leyfi til að byggja skjólvegg til hljóðvarnar 0,5 m frá gangstétt við Naustagötu og Vallartún samkvæmt meðfylgjandi teikningu eftir Loga Má Einarsson, móttekin 24. maí 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið með því skilyrði að veggurinn verði ekki hærri en 1,2-1,3 m og ekki nær gangstétt en 2 metra til að gefa rými fyrir snjóruðning.
Eyrarlandstún SAk B og C-álma - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum
Málsnúmer 2014060216Erindi dagsett 12. ágúst 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um að gera nýja glugga á 3. hæð C-álmu við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Borgarsíða 25 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016080041Erindi dagsett 12. ágúst 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Elíasar Gunnars Þorbjarnarsonar og Maiju Kaarinu Kalliokoski sækir um breytingar á húsi nr. 25 við Borgarsíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Kaupangur v/ Mýrarveg - umsókn um hringstiga milli hæða
Málsnúmer 2012060097Erindi dagsett 7. júní 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Hymis ehf., kt. 621292-3589, sækir um leyfi til að setja hringstiga á milli rýma 0104 og 0203 ásamt innveggjatilfærslum í sömu rýmum. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar teikningar 6. júní 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Dalsbraut - Lundarskóli, vestur álma - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016070086Erindi dagsett 19. júlí 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar á vesturálmu Lundarskóla. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 11. ágúst 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Fiskitangi 4 - umsókn um farsímaloftnet
Málsnúmer 2016060100Erindi dagsett 15. júní 2016 þar sem Gautur Þorsteinsson fyrir hönd Fjarskipta hf., kt. 470905-1740, sækir um leyfi fyrir farsímaloftneti á húsi nr. 4 við Fiskitanga. Innkomnar teikningar 8. ágúst 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Glerárgata 32 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016070123Erindi dagsett 27. júlí 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd G32 fasteigna ehf.,
kt. 590516-0140, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Glerárgötu 32. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.