Íþróttaráð - 191
- Kl. 14:00 - 14:00
- Golfskálinn að Jaðri
- Fundur nr. 191
Nefndarmenn
- Ingibjörg Ólöf Isaksenformaður
- Árni Óðinsson
- Birna Baldursdóttir
- Þórunn Sif Harðardóttir
- Jónas Björgvin Sigurbergsson
- Alfa Dröfn Jóhannsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ellert Örn Erlingssonforstöðumaður íþróttamála ritaði fundargerð
Fjárhagsáætlun 2016 - íþróttaráð
Málsnúmer 2015080072Lögð fram til kynningar rekstrarstaða fjárhagsáætlunar íþróttaráðs fyrir janúar til og með apríl 2016.
Fjárhagsáætlun 2016 - íþróttaráð
Málsnúmer 2015080072Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls kom á fund ráðsins og fór yfir rekstur skíðasvæðisins á líðandi vetri.
Íþróttaráð fagnar góðri aðsókn í Hlíðarfjall í vetur.Akureyri á iði
Málsnúmer 2015040025Farið yfir stöðu verkefnisins Akureyri á iði og Hreyfivika UMFÍ kynnt.
Íþróttaráð hefur ákveðið að bjóða frían aðgang að sundlaugum Akureyrarbæjar einn dag í "Hreyfiviku UMFÍ" og af tilefni "Akureyri á iði". Forstöðumanni íþróttamála falið að vinna málið áfram með forstöðumönnum sundlauganna.
Íþróttaráð hvetur bæjarbúa til þátttöku í "Akureyri á iði" og "Hreyfiviku UMFÍ"Sundlaug Akureyrar - kvörtun vegna tvöfaldrar gjaldtöku
Málsnúmer 2016050017Erindi dagsett 16. mars 2016 frá Huldu M. Jónsdóttur fyrir hönd vatnsleikfimihópsins Svanavatnsins vegna tvöfaldrar gjaldtöku í Sundlaug Akureyrar.
Íþróttaráð mun hafa málið til hliðsjónar við gerð gjaldskrár fyrir árið 2017 í haust.
Akureyri handboltafélag - endurbætur á félagsaðstöðu AHF í Íþróttahöllinni
Málsnúmer 2016040051Erindi dagsett 30. mars 2016 frá stjórn Akureyri handboltafélags þar sem félagið óskar eftir því við íþróttaráð Akureyrar að félagsaðstaða félagsins verði bætt í núverandi húsnæði í
samstarfi við AHF.Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu um endurbætur á aðstöðunni.
Íþróttaráð bendir Akureyri handboltafélagi á að hafa samráð við forstöðumann Íþróttahallarinnar varðandi aðrar óskir í erindinu.
Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála og forstöðumanni Íþróttahallarinnar að vinna að tillögum um nýtingu rýma í Íþróttahöllinni fyrir aðildarfélög ÍBA og sérsambönd.Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri - uppbyggingarsamningur 2014-2018
Málsnúmer 2014010269Umræður um samninginn og nýlegur viðauki kynntur.
Íþróttaráð óskar eftir áliti frá skipulagsdeild Akureyrarbæjar á því hvernig húsnæði skuli rísa á félagssvæði Nökkva.
Mannauðsstefna Akureyrarbæjar - umsagnir nefnda
Málsnúmer 2016050019Drög að Mannauðsstefnu Akureyrarbæjar tekin til umsagnar.
Íþróttaráð gerir ekki athugasemdir við drög að mannauðsstefnu og samþykkir hana fyrir sitt leyti.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir V-lista vék af fundi kl. 15:45.
Íþróttaráð þakkar Golfkúbbi Akureyrar fyrir fundaraðstöðuna.