Stjórn Akureyrarstofu - 252
- Kl. 16:15 - 17:50
- Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
- Fundur nr. 252
Nefndarmenn
- Unnar Jónssonformaður
- Sigfús Arnar Karlsson
- Silja Dögg Baldursdóttir
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Hildur Friðriksdóttir
- Eva Dögg Fjölnisdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Þórgnýr Dýrfjörðdeildarstjóri Akureyrarstofu
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Iðnaðarsafnið á Akureyri - skipun fulltrúa í stjórn
Málsnúmer 2010090020Hulda Sif Hermannsdóttir hefur verið fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn Iðnaðarsafnsins. Skipa þarf nýjan fulltrúa í hennar stað. Aðalfundur er í byrjun maí.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Almar Alfreðsson verkefnastjóra menningarmála sem fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Iðnaðarsafnsins.
Iðnaðarsafnið, ársreikningur 2017
Málsnúmer 2018040159Lagður fram til kynningar ársreikningur Iðnaðarsafnsins fyrir árið 2017.
Minjsafnið á Akureyri - endurnýjun þjónustusamnings
Málsnúmer 2016040100Lagður fram til kynningar og umræðu endurnýjaður samningur við Minjsafnið á Akureyri.
Starfsmönnum falið að kalla eftir frekari upplýsingum frá Minjasafninu út frá umræðu á fundinum.
Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands
Málsnúmer 2011060107Skýrsla flugklasans Air 66N dagsett 20. mars 2018 lögð fram til kynningar.
Stjórn Akureyrarstofu - 10 ára áætlun
Málsnúmer 2018010365Lögð fram til samþykktar 10 ára áætlun stjórnar Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir 10 ára áætlun og vísar henni til bæjarráðs.
Menningarfélag Akureyrar - beiðni um kaup á búnaði
Málsnúmer 2016110028Erindi dagsett 26. mars 2018 frá Þuríði H. Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk, þar sem óskað er eftir fjármagni til kaupa á tækjabúnaði vegna hljóðupptöku í Hofi ásamt endunýjun sviðsbúnaðar tækja í Hof og Samkomuhús. Áframhald umræðu frá síðasta fundi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir kr. 18.000.000 úr áhalda- og búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar til að endurnýja sviðsbúnað og tæki í Hofi og Samkomuhúsinu með möguleika á því að skipta kostnaði á tvö ár.