Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 577
- Kl. 13:45 - 14:50
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 577
Nefndarmenn
- Bjarki Jóhannessonskipulagsstjóri
- Björn Jóhannsson
- Leifur Þorsteinssonfundarritari
Jaðar - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016030021Erindi dagsett 3. mars 2016 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Golfklúbbs Akureyrar kt. 570169-7169, sækir um breytingar innanhúss í golfskála Jaðars. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu með vísun í athugasemdalista.
Gránufélagsgata 4 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016030038Erindi dagsett 7. mars 2016 þar sem Logi Már Einarsson f.h. RS fasteigna ehf., kt. 701213-0170, sækir um leyfi til að setja að nýju hurð á norðurhlið hússins nr. 4 við Gránufélagsgötu til samræmis við upprunalegt útlit hússins. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Daggarlundur 11 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2014090246Erindi dagsett 8. mars 2016 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Óseyrar tíu ehf., kt. 570409-0930, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hús nr. 11 við Daggarlund.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Hólabraut 13 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016020222Erindi dagsett 23. febrúar 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Þ. Arnórsson ehf., kt. 650602-3230, sækir um breytingar innanhúss við Hólabraut 13. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar teikningar 7. mars 2016.Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Strandgata 53 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016020123Erindi dagsett 10. febrúar 2016 þar sem Eyjólfur Valgarðsson f.h. Arctic ehf., kt. 520115-2180, sækir um breytingar innanhúss á Strandgötu 53. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Eyjólf Valgarðsson. Innkomnar nýjar teikningar 10. mars 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Hlíðarholtsvöllur - dómhús - umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2015110002Erindi dagsett 2. nóvember 2015 þar sem Sigfús Ólafur Helgason f.h. Hestamannafélagsins Léttis, kt. 430269-6849, sækir um stöðuleyfi fyrir dómhúsi við Hlíðarholtsvöll.
Skipulagsstjóri getur ekki veitt umbeðið stöðuleyfi en bendir umsækjanda á að senda inn umsókn um byggingarleyfi ásamt aðalteikningum af húsinu þar sem staðsetning væntanlegs húss er í samræmi við deiliskipulag.