Bæjarráð - 3444
- Kl. 09:00 - 12:59
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3444
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Logi Már Einarsson
- Matthías Rögnvaldsson
- Gunnar Gíslason
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Margrét Kristín Helgadóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - rekstur
Málsnúmer 2015010160Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Sigríður Huld Jónsdóttir formaður félagsmálaráðs mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir stöðu rekstrar.
Einnig sátu Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Karl Guðmundsson verkefnastjóri fund bæjarráðs undir þessum lið.Heilsugæslustöðin á Akureyri - yfirfærsla
Málsnúmer 2014020032Karl Guðmundsson verkefnastjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og kynnti stöðu mála varðandi yfirfærslu stöðvarinnar frá Akureyrarbæ til ríkisins.
Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarsjóður - yfirlit um rekstur 2014
Málsnúmer 2014050012Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til nóvember 2014.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Fasteignagjöld 2015 - reglur um afslátt
Málsnúmer 2014110191Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Kjaramál
Málsnúmer 2015010122Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu kjaramála.
Greið leið ehf - hlutafjáraukning
Málsnúmer 2012090013Erindi dagsett 13. janúar 2015 frá Pétri Þór Jónassyni formanni stjórnar Greiðrar leiðar ehf. Í erindinu er óskað eftir að hluthafar nýti sér áskrift að því hlutafé sem óselt var um áramót.
Bæjarráð samþykkir að nýta sér forkaupsrétt Akureyrarbæjar á óseldu hlutafé í samræmi við eignarhlut í félaginu að upphæð kr. 8.336.202.
Vísindaskóli fyrir unga fólkið
Málsnúmer 2015010142Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. janúar 2015 frá Sigrúnu Stefánsdóttur forseta Hug- og félagsvísindasviðs HA þar sem hún óskar eftir styrk að upphæð kr. 500.000 til stuðnings við verkefnið: Vísindaskóli fyrir unga fólkið.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 500.000. Færist af styrkveitingum bæjarráðs.