Félagsmálaráð - 1151
- Kl. 14:00 - 17:00
- Heilsugæslustöðin - fundarsalur 4. hæð
- Fundur nr. 1151
Nefndarmenn
- Dagur Fannar Dagssonvaraformaður
- Tryggvi Þór Gunnarsson
- Oktavía Jóhannesdóttir
- Sif Sigurðardóttir
- Valur Sæmundsson
- Guðlaug Kristinsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Valdís Anna Jónsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Bryndís Dagbjartsdóttirfundarritari
Fjárhagserindi 2012 - áfrýjanir
Málsnúmer 2012010019Oktavía Jóhannesdóttir D-lista mætti á fundinn kl. 14:11.$line$
Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi kynnti áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.
Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2012
Málsnúmer 2012080049Listi yfir stöðuna á biðlistum eftir leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ 30. september 2012 var lagður fram til kynningar.
<DIV>Samkvæmt gögnum á fundinum kemur fram að biðlisti eftir leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ hefur lengst umtalsvert undanfarin ár. Í september árið 2006 voru 66 umsækjendur á biðlista en eru nú á sama tíma 114. Starfshópur á vegum Akureyrarbæjar vinnur að úttekt á stöðu félagslegs leiguhúsnæðis sveitarfélagsins.</DIV>
Öldrunarrými - staða biðlista
Málsnúmer 2011010134Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild, Friðný Björg Sigurðardóttir þjónustustjóri ÖA og Rannveig Guðnadóttir starfsmaður færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands kynntu stöðu á biðlistum eftir öldrunarrýmum og þjónustu á Akureyri.
<DIV><DIV>Samkvæmt gögnum sem lögð voru fram á fundinum hafa biðlistar eftir dvalarrýmum, hvíldarrýmum og dagvistun lengst umtalsvert. Mögulegt er að fjölga dagvistarrýmum við núverandi aðstæður fáist til þess leyfi frá velferðarráðuneyti.</DIV><DIV>Félagsmálaráð lýsir yfir áhyggjum af þessari þróun sem skýrist að hluta til af fækkun rýma, breyttri þjónustuþörf og fjölgun aldraðra.</DIV></DIV>
Heilsugæslustöðin á Akureyri - skólaheilsugæsla
Málsnúmer 2012100057Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti Ískrá, skráningarforrit fyrir skólaheilsugæslu sem þróað var af skólaheilsugæslu í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis og stendur landsbyggðinni til boða að taka upp.
<DIV>Félagsmálaráð þakkar kynninguna og samþykkir að kerfið verði tekið í notkun á Heilsugæslustöðinni á Akureyri.</DIV>
Heilsugæslustöðin á Akureyri - gjafir
Málsnúmer 2012060077Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK sagði frá afhendingu Lionsklúbbs Akureyrar á skoðunarbekk sem félagið færði heilsugæslunni að gjöf í sumar.
<DIV>Félagsmálaráð þakkar Lionsklúbbi Akureyrar fyrir góða gjöf.</DIV>
Heilsugæslustöðin á Akureyri - Ársskýrsla 2009-2011.
Málsnúmer 2012100056Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti ársskýrslu heilsugæslunnar fyrir árin 2009-2011. Síðasta ársskýrsla kom út árið 2008 og því tekur nýja skýrslan til síðustu þriggja ára ásamt samanburði við fyrri ár.
<DIV></DIV>
Starfsáætlun félagsmálaráðs 2010-2014
Málsnúmer 2011010043Verkefni í starfsáætlun rædd og farið yfir aðgerðalista vegna þeirra.
<DIV>Frestað.</DIV>