Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 672
- Kl. 15:00 - 16:10
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 672
Nefndarmenn
- Bjarki Jóhannessonbyggingarfulltrúi
- Leifur Þorsteinssonfundarritari
- Björn Jóhannsson
Davíðshagi 2 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2017060111Erindi dagsett 16. mars 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á lóð nr. 2 við Davíðshaga. Sótt er um að fjölga íbúðum um eina, breyta aðkomu að leiksvæði og lóð ásamt breytingum á innréttingu íbúða. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Davíðshagi 4 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2017060027Erindi dagsett 16. mars 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á lóð nr. 4 við Davíðshaga. Sótt er um að fjölga íbúðum um eina, breyta aðkomu að leiksvæði og lóð ásamt breytingum á innréttingu íbúða. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Hringteigur 2 - sumarhús til flutnings
Málsnúmer 2017100197Erindi dagsett 13. október 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Verkmenntaskólans á Akureyri, kt. 531083-0759, sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi til flutnings. Um er að ræða timburhús byggt af nemendum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkominn ný teikning 19. mars 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Margrétarhagi 12 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2018030380Erindi dagsett 22. mars 2018 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Árness ehf., kt. 680803-2770, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 12 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Hlíðarfjall - umsókn leyfi fyrir stólalyftu, tveimur lyftuhúsum/stjórnstöð og spennistöð
Málsnúmer 2018030402Erindi dagsett 22. mars 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Stólalyftu ehf., kt. 441217-0210, sækir um leyfi fyrir stólalyftu ásamt tveimur lyftuhúsum/stjórnstöð og spennistöð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Glerárgata 34 - umsókn um breytingar á 1. hæð
Málsnúmer 2017020086Erindi dagsett 14. febrúar 2017 þar sem Árni Árnason fyrir hönd Vísnýjar ehf., kt. 540616-1320, sækir um leyfi fyrir breytingum á 1. hæð í húsi nr. 34 við Glerárgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.