Umhverfis- og mannvirkjaráð - 58
- Kl. 08:15 - 10:15
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 58
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Unnar Jónsson
- Berglind Bergvinsdóttir
- Ólafur Kjartanssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Jón Birgir Gunnlaugssonverkefnastjóri umhverfismála
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Velferðarstefna 2018-2023
Málsnúmer 2018081103Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs komu og kynntu innihald velferðarstefnu Akureyrarbæjar vegna áranna 2018-2023 fyrir ráðinu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.
Grenndarstöð í Hagahverfi
Málsnúmer 2019060310Lagt til að setja upp nýja grenndarstöð í Hagahverfi. Áætlaður kostnaður er kr. 5,2 milljónir.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir uppsetningu grenndarstöðvar í Hagahverfi enda rúmist það innan málaflokksins.
Kynningar og fræðsla - umhverfismál
Málsnúmer 2019060311Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Rakel Guðmundsdóttir verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála kynntu þau verkefni sem eru í gangi.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.
Húsaleiguáætlun 2020
Málsnúmer 2019060039Húsaleiguáætlun fyrir árið 2020 kynnt.
Verkfundargerðir 2019
Málsnúmer 2019010182Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram á fundinum:
Klettaborg 43: 2. verkfundur dagsettur 12. júní 2019.
Sorpmál framtíðarsýn: 5.- 10. fundur verkefnisliðs dagsettir 21. janúar, 6. og 27. febrúar, 3. og 17. apríl og 6. maí 2019.
Glerárskóli b álma: 1.- 5. hönnunarfundur dagsettir 31. janúar, 12. og 26. mars, 1. og 4. apríl 2019.
Glerárskóli b álma: 1. og 2. verkfundur dagsettir 14. og 28. maí 2019.
Geymslumál Sundlaug Akureyrar: 2. fundur dagsettur 13. júní 2019.