Fræðsluráð - 28
- Kl. 13:30 - 15:45
- Fjarfundur
- Fundur nr. 28
Nefndarmenn
- Ingibjörg Ólöf Isaksenformaður
- Þorlákur Axel Jónsson
- Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
- Rósa Njálsdóttir
- Þórhallur Harðarson
- Þuríður Sólveig Árnadóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Karl Frímannssonsviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
- Árni Konráð Bjarnasonforstöðumaður rekstrardeildar
- Erna Rós Ingvarsdóttirverkefnastjóri
- Anna Bergrós Arnarsdóttirfulltrúi skólastjóra
- Anna Lilja Sævarsdóttirfulltrúi leikskólastjóra
- Atli Þór Ragnarssonfulltrúi foreldra leikskólabarna
- Hafdís Ólafsdóttirfulltrúi leikskólakennara
- Hildur Lilja Jónsdóttirfulltrúi ungmennaráðs
- Jóhann Gunnarssonfulltrúi foreldra grunnskólabarna
- María Aðalsteinsdóttirfulltrúi grunnskólakennara
Húsnæði fyrir barnanámskeið Punktsins
Málsnúmer 2020030293Erindi dagsett 10. mars 2020 barst frá Kristni J. Reimarssyni sviðsstjóra samfélagssviðs með fyrirspurn um hvort nýta mætti skólahúsnæði grunnskólanna fyrir barnanámskeið Punktsins frá og með næsta hausti.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að kanna meðal skólastjóra hvort og þá hvernig hægt verði að verða við óskum um að barnanámskeið Punktsins flytjist í húsnæði grunnskólanna.
Fylgiskjöl
Skólavogin 2020
Málsnúmer 2020030391Foreldrakönnun Skólavogarinnar 2020 fyrir grunnskólana lögð fram til kynningar og umræðu.
Heilt yfir koma niðurstöðurnar vel út fyrir grunnskóla Akureyrarbæjar. Fræðsluráð leggur áherslu á að skólarnir nýti sér niðurstöðurnar og að þær verði hluti af innra mati hvers skóla.
Fylgiskjöl
Viðbragðsáætlun og aðgerðir á fræðslusviði
Málsnúmer 2020030390Farið var yfir áætlanir og aðgerðir á fræðslusviði vegna COVID-19 faraldurs.
Fræðsluráð vill þakka starfsfólki skólanna fyrir frábær störf í þeim aðstæðum sem nú eru uppi í samfélaginu. Ljóst er að verið er að setja velferð barna og framfarir í forgang og bera öll vinnubrögð þess merki að bjartsýni og vilji til að gera vel ræður för. Ykkar er heiðurinn að vel hefur tekist til.