Stjórn Akureyrarstofu - 278
- Kl. 14:00 - 17:15
- Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
- Fundur nr. 278
Nefndarmenn
- Hilda Jana Gísladóttirformaður
- Anna Fanney Stefánsdóttir
- Sigfús Arnar Karlsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Finnur Sigurðsson
- Karl Liljendal Hólmgeirssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
- Þórgnýr Dýrfjörðdeildarstjóri Akureyrarstofu
Menningarfélag Akureyrar - rekstur 2018 - 2019
Málsnúmer 2019020044Lagt fram til kynningar 8 mánaða rekstraryfirlit MAk.
Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.Stjórn Akureyrarstofu hvetur stjórn MAk og framkvæmdastjóra til að huga vel að rekstri MAk og gæta varfærni.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2020
Málsnúmer 2019050308Til umræðu starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020. Tímalína fjárhagsáætlunar lögð fram til kynningar.
Könnun meðal farþega skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 2018060119Lögð fram til kynningar skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála (RMF) frá könnun á meðal farþega skemmtiferðaskipta sem framkvæmd var sumarið 2018.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir að Þórný Barðadóttir sérfræðingur RMF komi á næsta fund til að kynna niðurstöðurnar. Jafnframt er starfsmönnum falið að senda skýrsluna á forstöðumenn safna, til Markaðsstofu Norðurlands og hafnarstjórnar.
Gásakaupstaður ses - aðalfundur 2019
Málsnúmer 2019050350Ársreikningur Gásakaupstaðar lagður fram til kynningar. Aðalfundurinn fór fram 14. maí sl.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn fyrir hönd Akureyrarbæjar.Iðnaðarsafnið á Akureyri - skipun fulltrúa í stjórn
Málsnúmer 2010090020Erindi dagsett 1. apríl 2019 frá Þorsteini E. Arnórssyni safnstjóra Iðnaðarsafnsins þar sem óskað er eftir því að stjórn Akureyrarstofu skipi fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Iðnaðarsafnsins.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Sóleyju Björk Stefánsdóttur sem fulltrúa Akureyrarbæjar.
Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2019
Málsnúmer 2019020025Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2019.
Samfélagssvið - starfsmannamál
Málsnúmer 2018110172Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðum sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.
Hafnarstræti 82 - salernisaðstaða fyrir ferðamenn - styrkbeiðni
Málsnúmer 2019050373Erindi dagsett 30. apríl 2019 frá Gunnari Magnússyni þar sem hann óskar eftir styrk á móti kostnaði við rekstur á salerni í Hafnarstræti 82 sem opið yrði almenningi daglega frá kl. 08:00-22:00. Hann hefur jafnframt í hyggju að sinna upplýsingaþjónustu samhliða.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Listasafnið á Akureyri útboð á rekstri kaffihúss
Málsnúmer 2018010273Erindi dagsett 14. maí 2019 þar sem safnstjóri Listasafnsins, Hlynur Hallsson, óskar eftir því að stjórn Akureyrarstofu tilnefni einn fulltrúa í dómnefnd vegna útboðs á rekstri kaffihúss í Listasafninu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að tilnefna Hildu Jönu Gísladóttur sem fulltrúa í dómnefnd.
Boð um heimsókn til Kaktus, menningarfélags
Málsnúmer 2019040490Stjórn Akureyrarstofu er með boð um heimsókn til menningarfélagsins Kaktus. Fundurinn endaði á heimsókn til félagsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar gott boð og fyrir góðar móttökur.