Umhverfis- og mannvirkjaráð - 139
- Kl. 08:15 - 10:42
- Fundarherbergi UMSA
- Fundur nr. 139
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Inga Dís Sigurðardóttir
- Þórhallur Harðarson
- Gunnar Már Gunnarsson
- Jana Salóme I. Jósepsdóttir
- Jón Hjaltasonáheyrnarfulltrúi
- Sindri S. Kristjánssonáheyrnarfulltrúi
- Anton Bjarni Bjarkasonáheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
UMSA rekstur 2023
Málsnúmer 2023050638Rekstur umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrstu 3 mánuði ársins tekinn fyrir.
Endurbætur á hluta Hlíðarbrautar og Austursíðu
Málsnúmer 2023050603Lagt fram minnisblað dagsett 12. maí 2023 varðandi opnun tilboða á endurbótum á hluta Hlíðarbrautar og Austursíðu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Malbikun Akureyrar.
Endurbætur á gangstéttum
Málsnúmer 2023050604Lagt fram minnisblað dagsett 12. maí 2023 varðandi opnun tilboða á endurbótum á gangstéttum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Malbikun Akureyrar.
Bílastæði Krossanesborgum
Málsnúmer 2023050620Lögð fram gögn varðandi framkvæmdir á bílastæði við Krossanesborgir.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur vel í verkefnið og felur starfsmönnum að vinna málið áfram.
Ásamt Glerárdal eru Krossanesborgir sá fólkvangur sem við eigum og höfum skuldbundið okkur til að halda í sinni náttúrulegu mynd, enda viljum við njóta svæðisins þannig. Þær hugmyndir sem eru kynntar eru áhugaverðar en gæta þarf að því að enn er mikið verk að vinna í almennum frágangi innan svæðisins, þannig að verndun náttúru og umhverfis sé tryggð og auðvelt sé að fara um þá stíga sem hafa verið lagðir.Fjárfestingaráætlun 2024
Málsnúmer 2023050623Tekin umræða um skipulag og undirbúning á gerð framkvæmdaáætlunar fyrir árin 2024-2027.
Hjólaskýli - einingar
Málsnúmer 2023050622Lögð fram gögn varðandi hönnun og framtíðarsýn á reiðhjólaskýlum í Akureyrarbæ.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsfólki að vinna áfram að útfærslum og kynna niðurstöðurnar fyrir ráðinu.
Sundlaug Glerárskóla - viðhald og framkvæmdir
Málsnúmer 2023050624Lagt fram minnisblað dagsett 12. maí 2023 varðandi viðhald og framkvæmdir á Sundlaug Glerárskóla.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til undirbúningsvinnu vegna fjárfestingaráætlunar vegna 2024-2027.
Íþróttagólf Síðuskóla - viðhald og framkvæmdir
Málsnúmer 2023050625Lagt fram minnisblað dagsett 12. maí 2023 varðandi viðhald og framkvæmdir á íþróttagólfi Síðuskóla.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til undirbúningsvinnu vegna fjárfestingaráætlunar vegna 2024-2027.
Íþróttagólf KA - viðhald og framkvæmdir
Málsnúmer 2023050626Lagt fram minnisblað dagsett 12. maí 2023 varðandi viðhald og framkvæmdir á íþróttagólfi KA.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til undirbúningsvinnu vegna fjárfestingaráætlunar vegna 2024-2027.
Búnaðarkaup UMSA 2023
Málsnúmer 2023031372Lagt fram minnisblað dagsett 12. maí 2023 varðandi búnaðarkaupasjóð UMSA.
Íþróttafélagið Þór - beiðni um búnaðarkaup
Málsnúmer 2023031125Liður 1 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 24. apríl 2023:
Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 21. mars 2023 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir kaupum á sláttuvél á íþróttasvæði Þórs. Erindið var áður á dagskrá 27. mars 2023.
Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að kaupa sláttuvél samanber óskir félagsins til notkunar á félagssvæði Þórs og samþykkir jafnhliða að bera lausafjárleigu vegna búnaðarkaupanna.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fjármagna kaup á sláttuvélinni að upphæð kr. 8 milljónir af liðnum stofnbúnaður fyrir aðalsjóð.
Búnaðarkaup í sal í Rósenborg
Málsnúmer 2022080964Fræðslu- og lýðheilsuráð tók fyrir erindi frá Ölfu Aradóttar forstöðumanni frístunda- og forvarnarmála á 30. fundi sínum þann 24. apríl 2023. Ráðið bókaði:
Lagt fram minnisblað forstöðumanns forvarna- og frístundamála og forstöðumanns skrifstofu en óskað er eftir samþykki fræðslu- og lýðheilsuráðs til að sækja um í búnaðarsjóð UMSA fyrir 3. og 4. hæðina í Rósenborg.
Fræðslu- og lýðheilsuráð sækir um 2,4 m.kr. í búnaðarsjóð umhverfis- og mannvirkjasviðs og samþykkir jafnframt að bera lausafjárleigu vegna kaupanna.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fjármagna kaup á húsgögnunum að upphæð kr. 2,4 milljónir af liðnum stofnbúnaður fyrir aðalsjóð.
Hlíðarfjall - afþreying
Málsnúmer 2023050643Lögð fram greinargerð dómnefndar dagsett 15. maí 2023 varðandi niðurstöðu dómnefndar í útboði á nýrri afþreyingu í Hlíðarfjalli.
Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir niðurstöðu dómnefndar fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.