Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 765
- Kl. 10:00 - 10:40
- Fjarfundur
- Fundur nr. 765
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonbyggingarfulltrúi
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Kristjánshagi 4 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2018080136Erindi dagsett 6. apríl 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 4 við Kristjánshaga. Fyrirhugað er að setja glerlokanir á svalir 2. og 3. hæðar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.
Helgamagrastræti 28 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2020020628Erindi dagsett 24. febrúar 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Gauta Einarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 28 við Helgamagrastræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 2. apríl 2020.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.
Gudmannshagi 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2020020683Erindi dagsett 27. febrúar 2020 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Gudmannshaga. Meðfylgjandi eru teikningar Tryggva Tryggvasonar. Innkomnar nýjar teikningar 6. apríl 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Tryggvabraut 24 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2020030607Erindi dagsett 23. mars 2020 þar sem Orri Árnason fyrir hönd TB24 hf., kt. 561219-2220, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 24 við Tryggvabraut. Fyrirhugað er að breyta efri hæð í orlofsíbúðir. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Orra Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Oddagata 7 - breyting á skráningu fasteignar vegna geymsluskúrs
Málsnúmer 2020040445Erindi dagsett 16. apríl 2020 þar sem Ottó Biering Ottósson og Elvar Magnússon sækja um að geymsluskúr, matshluti 02, á baklóð húss nr. 7 við Oddagötu verði skilgreindur sem garðskúr og felldur úr fasteignaskrá sem fasteign.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Hraunholt 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2020030380Erindi dagsett 11. mars 2020 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Valdimars Þengilssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við bílgeymslu við hús nr. 9 við Hraunholt. Skipulagsráð afgreiddi fyrirspurn jákvætt eftir grenndarkynningu á fundi 1. apríl 2020. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.