Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 659
- Kl. 09:00 - 09:35
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 659
Nefndarmenn
- Bjarki Jóhannessonbyggingarfulltrúi
- Leifur Þorsteinsson
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Halldóruhagi 6 - framkvæmdafrestur
Málsnúmer 2017020171Erindi dagsett 15. desember 2017 þar sem Ásgeir M. Ásgeirsson fyrir hönd VAR þróunarfélags ehf., sækir um framkvæmdafrest á lóð nr. 6 við Halldóruhaga til 15. maí 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir frest til 15. maí 2018.
Halldóruhagi 8 - framkvæmdafrestur
Málsnúmer 2017020172Erindi dagsett 15. desember 2017 þar sem Ásgeir M. Ásgeirsson fyrir hönd VAR þróunarfélags ehf., sækir um framkvæmdafrest á lóð nr. 8 við Halldóruhaga til 15. maí 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir frest til 15. maí 2018.
Geirþrúðarhagi 3 - framkvæmdafrestur
Málsnúmer 2016120130Erindi dagsett 15. desember 2017 þar sem Sigurgeir Svavarsson fyrir hönd Sigurgeirs Svavarssonar ehf., sækir um framkvæmdafrest á lóð nr. 3 við Geirþrúðarhaga til 1. maí 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir frest til 1. maí 2018.
Gata norðurljósanna 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju orlofshúsi
Málsnúmer 2017110022Erindi dagsett 2. nóvember 2017 þar sem Árni G. Kristjánsson fyrir hönd Starfsmannafélags Garðabæjar, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 9 við Götu norðurljósanna í stað þess sem nú stendur. Meðfylgjandi eru teikningar efitr Árna G. Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 30. nóvember 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Langholt 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun
Málsnúmer 2017110110Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Snorrason fyrir hönd Reita I ehf., sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun húss nr. 1 við Langholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalstein Snorrason. Innkomnar nýjar teikningar 18. desember 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Kjarnagata 33 0204 - umsókn um gervihnattadisk
Málsnúmer 2017110090Innkomið bréf 22. nóvember 2017 þar sem Lárus Hafsteinn Sigurðsson er ósáttur við synjun sem hann fékk á ósk hans um að setja upp gervihnattadisk á einkasvölum íbúðar nr. 204 í húsi nr. 33 við Kjarnagötu og óskar eftir endurupptöku málsins.
Í almennum byggingarskilmálum 8.1 segir: "Loftnet fyrir hljóð- og sjónvarp, þ.m.t. móttökudiskar, skulu vera sameiginlegir fyrir hvert raðhús, raðhúsaþyrpingu eða fjölbýlishús eftir því sem við á".
Byggingarfulltrúi getur því ekki orðið við erindinu með vísun í ofangreint. Sjá rökstuðning í meðfylgjandi bréfi.