Umhverfis- og mannvirkjaráð - 40
- Kl. 08:15 - 11:00
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 40
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Jóhann Jónsson
- Gunnar Gíslason
- Jóhanna Sólrún Norðfjörð
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirforstöðumaður rekstrardeildar ritaði fundargerð
- Jónas Vigfússonforstöðumaður Umhverfismiðstöðvar
- Hildigunnur Rut Jónsdóttirforstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
Ráðhús - breytingar á 4. hæð
Málsnúmer 2018010435Lagt fram minnisblað dagsett 18. september 2018 vegna breytinga á skrifstofu umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Óshólmanefnd 2018 - 2022
Málsnúmer 2018090267Tilnefning tveggja fulltrúa til setu í Óshólmanefndinni.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Dagbjörtu Pálsdóttur S-lista og Ólaf Kjartansson V-lista til setu í nefndinni.
Sorpmál Akureyrarbæjar - framtíðarsýn
Málsnúmer 2018080972Lagt til að skipaður verði launaður fimm manna vinnuhópur um framtíðarsýn í sorpmálum Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Andra Teitsson L-lista og Jönu Salóme I. Jósepsdóttur V-lista til setu í vinnuhópnum. Ráðið óskar eftir tilnefningu fulltrúa frá bæjarráði, Vistorku og Moltu.
Slökkvilið Akureyrar - gjaldskrá 2019
Málsnúmer 2018090279Lögð fram gjaldskrá ársins 2019 ásamt minnisblaði og greinargerð dagsettri 17. september 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.
Umhverfis- og mannvirkjasvið - gjaldskrár 2019
Málsnúmer 2018090053Lagt fram minnisblað dagsett 19. september 2018 vegna gjaldskrárbreytingar hundaleyfis, kattaleyfis, búfjárleyfis, sorphreinsunargjalda, fastleigustæða og stöðubrota, leigulanda, múrbrots og malbiksbrots.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.
Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2019
Málsnúmer 2018080973Unnið að fjárhagsáætlun 2019 fyrir umhverfis- og mannvirkjasvið.