Velferðarráð - 1224
- Kl. 14:00 - 17:30
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1224
Nefndarmenn
- Róbert Freyr Jónssonvaraformaður
- Halldóra Kristín Hauksdóttir
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Svava Þórhildur Hjaltalín
- Valur Sæmundsson
- Guðrún Karitas Garðarsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirframkvæmdastjóri
- Halldór Sigurður Guðmundssonframkvæmdastjóri
- Soffía Lárusdóttirframkvæmdastjóri
- Bryndís Dagbjartsdóttirfundarritari
Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar - nefndir og deildir
Málsnúmer 2016020127Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson frá KPMG mættu á fundinn til þess að fara yfir vinnu aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.
Velferðarráð - rekstraryfirlit 2015
Málsnúmer 2015010045Lögð fram til kynningar rekstrarniðurstaða allra deilda velferðarráðs fyrir árið 2015.
Öldrunarþjónusta - biðlistar 2016
Málsnúmer 2016020149Lagt fram yfirlit Öldrunarheimila Akureyrarbæjar um fjölda einstaklinga í bið eftir varanlegri dvöl í hjúkrunarrými, dvalarrými og dagþjálfun. Fjöldi einstaklinga í dvalar- og hjúkrunarrými þann 1. febrúar 2016 byggir á mati Færni og heilsumatsnefndar, en upplýsingar um bið eftir dagþjálfun byggja á fjölda fyrirliggjandi umsókna þann 1. febrúar 2016.
Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - stefna og starfsemi
Málsnúmer 2013010214Samhliða skoðunarferð og fundi með stjórnendum Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, ræddi velferðarráð á fundi sínum 2. desember 2015 um þörf á að skilgreina með skýrum hætti að þjónusta hjúkrunarheimilanna felst í líknandi meðferð, skipulagi fræðslu og teymisvinnu um sérhæfða líknarmeðferð. Tilefni umræðunnar er að á árinu 2014 samsvaraði notkun rýma fyrir líknandi meðferð að jafnaði 2,2 rýmum í skammtíma-/ hvíldardvöl hjá ÖA. Á árinu 2015 hefur þessi tilgreinda notkun rýma aukist töluvert, að mati stjórnenda ÖA og gefur tilefni til að þessi hluti starfsemi ÖA verði sýnilegur og viðurkenndur af velferðarráðuneytinu og samstarfsaðilum.
Velferðarráð felur framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar að leita eftir viðurkenningu velferðarráðuneytis gagnvart núverandi starfsemi líknarþjónusturýma hjá ÖA og jafnframt að vísa frekari umfjöllun málsins til vinnuhóps um velferðarstefnu Akureyrarbæjar.
Fjárhagserindi 2016 - áfrýjanir
Málsnúmer 2016010011Katrín Árnadóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók velferðarráðs.
Reglur um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar 2013 og 2016
Málsnúmer 2013040041Lögð fram til kynningar drög að endurskoðuðum reglum um leiguíbúðir Akureyrarbæjar og sérstakar húsaleigubætur sbr. bókun í félagsmálaráði 3. desember 2014.
Búsetudeild - einstaklingsmál 2016
Málsnúmer 2016020007Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar kynntu einstaklingsmál.
Einstaklingsmál eru færð í trúnaðarbók velferðarráðs.
Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks
Málsnúmer 2012020024Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lögðu fram greinargerð búsetu- og fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar hvað varðar mótun nýrrar framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks.
Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu
Málsnúmer 2016020125Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lögðu fram umsögn deildanna um drög að breytingu á reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu.
Velferðarstefna 2014-2018
Málsnúmer 2015010191Staða vinnu við gerð velferðarstefnu 2014-2018 kynnt og rædd.
Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð - vinabæjamót 2016
Málsnúmer 2016020128Vinabæjamóti velferðarráða Randers, Ålesund, Västeräs, Lathi og Akureyrar verður haldið í Randers Kommune 15.- 17. júní 2016. Fyrir fundinum liggur bréf frá bæjarfélaginu með ósk um upplýsingar um fjölda þátttakenda frá velferðarráði Akureyrarbæjar.
Velferðarráð samþykkir að tveir fulltrúar taki þátt í vinabæjamóti velferðarráða þ.e. einn embættismaður og einn úr velferðarráði.