Íþróttaráð - 182
17.12.2015
Hlusta
- Kl. 14:00 - 15:48
- Íþróttahöllin
- Fundur nr. 182
Nefndarmenn
- Ingibjörg Ólöf Isaksenformaður
- Árni Óðinsson
- Halldór Kristinn Harðarson
- Jónas Björgvin Sigurbergsson
- Þórunn Sif Harðardóttir
- Guðrún Þórsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ellert Örn Erlingssonforstöðumaður íþróttamála ritaði fundargerð
Halldór Kristinn Harðarson L-lista mætti í forföllum Birnu Baldursdóttur.[line]
Íþróttaráð - heimsóknir í íþróttamannvirki
Málsnúmer 2011040054Skoðunarferð um Íþróttahöllina.
Íþróttaráð þakkar forstöðumanni Íþróttahallarinnar fyrir leiðsögn um svæðið.
Niðurgreiðsla æfinga- og þátttökugjalda - frístundastyrkur/tómstundaávísun
Málsnúmer 2006040018Umræður um frístundastyrk fyrir árið 2016.
Íþróttaráð samþykkir að hækka frístundastyrk í kr. 16.000 frá og með 1. janúar 2016. Frístundastyrkur gildir fyrir börn á aldrinum 6-17 ára.
Fundaáætlun íþróttaráðs
Málsnúmer 2013010128Drög að fundaáætlun íþróttaráðs vetur, vor og sumar 2016 lögð fram.
Íþróttaráð samþykkir fundaáætlun fyrir janúar til september 2016.
Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA
Málsnúmer 2015110251Lögð fram til kynningar staðan á samningaviðræðum.