Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 646
- Kl. 13:00 - 14:05
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 646
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonstaðgengill byggingarfulltrúa
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Davíðshagi 8 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2017080103Erindi dagsett 24. ágúst 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Trétaks ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 8 við Davíðshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 4. september 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa hafnar erindinu, þar sem húsnæðið uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar um algilda hönnun.
Ráðhústorg 3 - breytingar á 1. hæð
Málsnúmer 2017080011Erindi dagsett 2. ágúst 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Natten ehf. sækir um breyttan veitingastað á 1. hæð húss nr. 3 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.
Hafnarstræti 26C - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2017090021Erindi dagsett 4. september 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd H-26 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi nr. 26C á lóðinni Hafnarstræti 26. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Hafnarstræti 26B - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2017090022Erindi dagsett 4. september 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd H-26 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús nr. 26B á lóðinni Hafnarstræti 26. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Hafnarstræti 26A - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2017080010Erindi dagsett 23. ágúst 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd H-26 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús nr. 26A á lóðinni Hafnarstræti 26. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Langahlíð 26 - stækkun kjallara
Málsnúmer 2017080104Erindi dagsett 24. ágúst 2017 þar sem Einar Ingi Einarsson og Eva Sólveig Úlfsdóttir sækja um leyfi til að stækka kjallara með útgreftri í húsi nr. 26 við Lönguhlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar nýjar teikningar 13. september 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.