Stjórn Akureyrarstofu - 254
- Kl. 16:15 - 17:30
- Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
- Fundur nr. 254
Nefndarmenn
- Unnar Jónssonformaður
- Sigfús Arnar Karlsson
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Hildur Friðriksdóttir
Starfsmenn
- Þórgnýr Dýrfjörðdeildarstjóri Akureyrarstofu
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
17. júní hátíðarhöld
Málsnúmer 2015020072Lagður fram til samþykktar samningur við Skátafélagið Klakk vegna 17. júní hátíðarhalda.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að gerður verður samningur við Skátafélagið Klakk til eins árs. Framlag til hátíðarhaldanna verður kr. 3.700.000.
Stjórn Akureyrarstofu leggur á það áherslu að viðræður um áframhaldandi samstarf hefjist sem fyrst.Eyfirðingar framan Glerár og Varðgjár - jarða- og ábúendatal
Málsnúmer 2018050148Erindi dagsett 11. apríl 2018 frá Jóni Hjaltasyni f.h. Sögufélags Eyfirðinga þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 350.000 vegna prentunar og útgáfu á verkinu Eyfirðingar framan Glerár og Varðgjár.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 300.000.
HM á Akureyri
Málsnúmer 2018050149Erindi dagsett 13. maí 2018 frá Útvarpi Akureyrar og Ölstofu Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 500.000 vegna útsendinga frá leikjum Íslands á HM í sumar á risaskjá sem komið yrði fyrir neðst í Listagilinu á leikdögum. Jafnframt er óskað eftir aðstoð frá Akureyrarstofu vegna lokunar gatna og kynningar.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar frumkvæðinu sem felst í verkefninu og samþykkir að fela Akureyrarstofu að aðstoða við framkvæmdina og samþykkir að vísa styrkbeiðninni til bæjarráðs.
Jafnframt hvetur stjórn Akureyrarstofu umsækjendur til að óska eftir því að KSÍ komi að verkefninu með sambærilegum hætti og gert er í Reykjavík.