Bæjarráð - 3510
- Kl. 08:30 - 12:10
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3510
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Matthías Rögnvaldsson
- Sigríður Huld Jónsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Preben Jón Pétursson
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Katrín Björg Ríkarðsdóttiraðstoðarmaður bæjarstjóra ritaði fundargerð
Lög um almennar íbúðir
Málsnúmer 2016060056Rætt um nýsamþykkt lög um almennar íbúðir.
Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri og Guðlaug Kristinsdóttir formaður Búseta á Norðurlandi mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir sjónarmið Búseta til málsins.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lögin má finna á netslóðinni: http://www.althingi.is/altext/145/s/1437.htmlRekstur fræðslumála 2016
Málsnúmer 2016030017Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild og Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir rekstur fræðslumála.
Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fundinn undir þessum lið.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020
Málsnúmer 2016050137Lagðar fram forsendur vegna fjárhagsáætlunar 2017.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagðar forsendur.
Innkaupareglur Akureyrarbæjar - endurskoðun 2016
Málsnúmer 2016060084Rætt um endurskoðun á innkaupareglum Akureyrarbæjar.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að endurskoðun á reglunum.
Hrísey - fasteignagjöld vegna gististaða
Málsnúmer 2016050230Erindi dagsett 23. maí 2016 frá hverfisráði Hríseyjar þar sem óskað er eftir því að teknar verði á ný upp undanþágur á greiðslum á fasteignagjöldum atvinnuhúsnæðis yfir vetrarmánuðina fyrir aðila sem leigja út gistirými til ferðamanna í Hrísey.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð hafnar erindinu eins og það er lagt fram og vísar málinu til verkefnisstjórnar Brothættra byggða.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2016
Málsnúmer 2016010056Lögð fram til kynningar fundargerð 839. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 27. maí 2016. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx
Hverfisráð Hríseyjar - skýrsla formanns á aðalfundi 2016
Málsnúmer 2010020035Lögð fram til kynningar skýrsla formanns hverfisráðs Hríseyjar sem flutt var á aðalfundi hverfisráðsins þann 25. maí sl. Skýrsluna má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Markaðsstofa Norðurlands - ársreikningur 2015 og kynning
Málsnúmer 2016060058Lagður fram til kynningar ársreikningur Markaðsstofu Norðurlands fyrir árið 2015 og kynning á starfsemi félagsins.
Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og Markaðsstofa Norðurlands - ályktun
Málsnúmer 2016060058Lögð fram til kynningar ályktun frá Ferðamálasamtökum Norðurlands eystra og Markaðsstofu Norðurlands varðandi Dettifossveg og flughlað við Akureyrarflugvöll.
Greið leið ehf - aðalfundur 2016
Málsnúmer 2016040207Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Greiðrar leiðar ehf sem haldinn var 10. maí sl.
Stefna - SS Byggir ehf
Málsnúmer 2015030064Lagður var fram til kynningar dómur í máli E-51/2015 sem SS Byggir ehf og Hálönd ehf höfðuðu gegn Akureyrarbæ vegna gatnagerðargjalda af orlofshúsum í Hálöndum.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.