Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 566
- Kl. 13:00 - 14:15
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 566
Nefndarmenn
- Bjarki Jóhannessonskipulagsstjóri
- Leifur Þorsteinsson
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Eyrarlandsvegur, Sak B-álma - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2014060216Erindi dagsett 26. júní 2014 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um breytingar á B-álmu við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 25. nóvember 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Réttarhvammur lnr. 149274 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2015050051Erindi dagsett 25. nóvember 2015 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hús við Réttarhvamm, lnr. 149274. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Hafnarstræti 45 - umsókn um að breyta húsi í eina íbúð
Málsnúmer 2015110032Erindi dagsett 3. nóvember 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Sigurðar Karls Jóhannssonar skilar inn reyndarteikningum og sækir um að breyta húsi nr. 45 við Hafnarstræti í eina íbúð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 25. nóvember 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Njarðarnes 3-7 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2015040068Erindi dagsett 18. nóvember 2015 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Trésmiðjunar Barkar ehf., kt. 630186-1619, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hús nr. 3-7 við Njarðarnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 27. nóvember 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Helgamagrastræti 12 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám
Málsnúmer 2014110019Erindi dagsett 27. nóvember 2015 í tölvupósti þar sem Guðbjörg Thorsen og Birgir Wendel óska eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir 20 feta gám við Helgamagrastræti 12 vegna viðgerða á húsinu.
Meðfylgjandi er rökstuðningur fyrir beiðninni og ljósmyndir sem sýna hvar þörf er á viðgerðum á húsinu.Skipulagsstjóri veitir stöðuleyfi fyrir gáminn til 1. ágúst 2016.
Gránufélagsgata 4 - breytingar innanhúss og skilti
Málsnúmer 2015110115Erindi dagsett 17. nóvember 2015 þar sem Guðni Hannes Guðmundsson f.h. Langabúrs ehf., kt. 461115-0200, sækir um breytingar innanhúss og skilti á hús nr. 4 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson ásamt samþykki eiganda og meðeigenda.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Höfðahlíð 1 - umsókn um breytta skráningu fasteignar
Málsnúmer 2015050017Erindi dagsett 5. maí 2015 þar sem Valdemar Pálsson og Katrín Ösp Jónsdóttir sækja um breytta skráningu fasteignar í húsi nr. 1 við Höfðahlíð þ.e. að sameina eignir 0001 og 0202.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Breytingin mun taka gildi þegar þinglýst hefur verið nýjum eignaskiptasamningi.
Ráðhústorg 5 - gisting - umsókn um breytta notkun
Málsnúmer 2015110106Erindi dagsett 16. nóvember 2015 þar sem Förli ehf., kt. 560712-1110 sækir um breytta notkun fyrir rými á 2. hæði í húsi nr. 5 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Ráðhústorg 5 - umsókn um breytingar innanhúss
Málsnúmer 2015060152Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. R353 ehf., kt 510412-0360, sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af Ráðhústorgi 5. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Hafnarstræti 91 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á 3. og 4. hæð.
Málsnúmer 2013100295Erindi dagsett 27. nóvember 2015 þar sem Logi Einarsson f.h. Reita fasteignafélags hf., kt. 711208-0700, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 91 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.