Stjórn Akureyrarstofu - 85
- Kl. 16:00 - 18:00
- Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
- Fundur nr. 85
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Sigmundur Ófeigsson
- Jón Hjaltason
- Sigrún Stefánsdóttir
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Þórgnýr Dýrfjörðfundarritari
Samráðsfundir með forstöðumönnum menningarstofnana 2010 - Listasafnið á Akureyri
Málsnúmer 2010050062Hannes Sigurðsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri kom á fundinn og fór yfir starfsemina á árinu og sýningaráætlun fyrir árið 2011.\nHlynur Hallsson sat fundinn undir þessum lið sem fulltrúi Sambands íslenskra myndlistarmanna.\n
<DIV>Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hannesi fyrir komuna, góða yfirferð og gagnlegar umræður. Jafnframt þakkar stjórnin Hlyni fyrir góðar ábendingar og þátttöku í umræðum um sýningaráætlun fyrir næsta ár.</DIV>
Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar í menningarmálum - endurnýjun 2010
Málsnúmer 2010110047Farið yfir stöðuna í viðræðum Akureyrarbæjar og menntamálaráðuneytisins um endurnýjun samningsins. Fyrir liggur að ráðuneytið er tilbúið að gera samning til þriggja ára.
<DIV></DIV>
Fjárhagsáætlun 2011 - stjórn Akureyrarstofu
Málsnúmer 2010100024Farið yfir stöðuna í fjárhagsáætlunargerðinni fyrir árið 2011 og viðbótarkröfur um sparnað í menningarmálum að upphæð 8 mkr. og í atvinnumálum að upphæð 1 mkr. \nRæddar hugmyndir um hvernig þessum markmiðum verður náð.
<DIV>Stjórnin felur formanni og framkvæmdastjóra að útfæra þær hugmyndir og leiðir sem ræddar voru á fundinum.</DIV>
Fjárhagsáætlun 2011 - stjórn Akureyrarstofu
Málsnúmer 2010100024Lögð fram tillaga að gjaldskrám fyrir menningarstofnanir fyrir árið 2011 sem taka mið af gerð fjárhagsáætlunar fyrir sama ár.
<DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillöguna.</DIV></DIV>
Akureyrarstofa - rekstraryfirlit 2010
Málsnúmer 2010080057Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur málaflokka stjórnar Akureyrarstofu fyrir 10 til 11 mánuði ársins.
<P>Framkvæmdastjóra falið að fara yfir þá liði sem stefna fram úr áætlun og leiðrétta þar sem mögulegt er.</P>
Atvinnuátaksverkefni Akureyrarbæjar og Vinnumálastofnunar
Málsnúmer 2009020174Rætt um stöðu átaksverkefna hjá stofnunum Akureyrarbæjar og hjá félagasamtökum og framhald þeirra á árinu 2011.
<DIV> </DIV>
Gásakaupstaður ses - breytingar á styrktarsamningi
Málsnúmer 2008010208Vegna aðhalds- og sparnaðar í rekstri hefur reynst nauðsynlegt að víkja frá áður gerðum samningi um stuðning við uppbyggingu og rekstur félagsins. \nRætt um breytingar sem nauðsynlegt er að gera á samningnum.
<DIV>Framkvæmdastjóra falið að gera drög að nýjum samningi við félagið og leggja fram á næsta fundi stjórnarinnar.</DIV>