Umhverfis- og mannvirkjaráð - 62
06.09.2019
Hlusta
- Kl. 08:15 - 10:15
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 62
Nefndarmenn
- Unnar Jónssonvaraformaður
- Jón Þorvaldur Heiðarsson
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Berglind Bergvinsdóttir
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirforstöðumaður rekstrardeildar
- Steindór Ívar Ívarssonforstöðumaður viðhaldsdeildar
- Tómas Björn Haukssonforstöðumaður nýframkvæmda
- Hildigunnur Rut Jónsdóttirforstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista mætti í forföllum Andra Teitssonar.
Gunnar Gíslason D-lista boðaði forföll fyrir sig og varamann.
UMSA - viðaukar 2019
Málsnúmer 2019090073Viðaukar lagðir fyrir ráðið til samþykktar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að samþykkja meðfylgjandi viðauka.
Snjómokstur og hálkuvarnir - útboð 2019
Málsnúmer 2019010353Farið yfir áherslur vegna útboðs á snjómokstri fyrir árin 2019 til 2022.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020
Málsnúmer 2019060039Farið yfir fjárhagsáætlunargerð slökkviliðs, fasteigna og leiguíbúða fyrir árið 2020.
Ólafur Stefánsson slökkvistjóri sat fundun undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar yfirferðina.
Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista vék af fundi kl. 9:15.