Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 946
- Kl. 13:00 - 14:20
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 946
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Hjálmar Árnasonfundarritari
Baldursnes 8 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2023101301Erindi dagsett 27. október 2023 þar sem Jón Magnús Halldórsson fyrir hönd Valhallar ehf sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum á húsi nr. 8 við Baldursnes. Innkomnar nýjar teikningar 18. desember 2023 eftir Jón Magnús Halldórsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Óseyri 1A - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2022120976Erindi dagsett 8. desember 2023 þar sem Guðmundur Oddur Víðisson fyrir hönd Módelhúss ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir húsi á lóð nr. 1 við Óseyri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Guðmund Odd Víðisson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Furuvellir 11 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2023081336Erindi dagsett 24. ágúst 2023 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Endurvinnslunar hf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir viðbyggingu á húsi nr. 11 við Furuvelli á Akureyri. Meðfylgjandi eru gögn eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Dalsbraut (KA svæði) - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023060490Erindi dagsett 11. desember 2023 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir áhorfendastúku og félagsheimili tengt núverandi íþróttahúsi á KA-svæðinu. Innkomin gögn eftir Ragnar Frey Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Ægisgata 7 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2023082170Erindi dagsett 29. ágúst 2023 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Alexanders G. Eðvardssonar sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir viðbyggingu á húsi nr. 7 við Ægisgötu á Akureyri. Meðfylgjandi eru gögn eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.