Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 759
- Kl. 13:00 - 13:30
- Fundarherbergi skipulagssviðs
- Fundur nr. 759
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonbyggingarfulltrúi
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Hafnarstræti 19 - umsókn um breytta notkun
Málsnúmer 2019090558Erindi dagsett 26. september 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Sigurðar Sveins Sigurðssonar sækir um leyfi til að breyta notkun húss nr. 19 við Hafnarstræti. Fyrirhugað er að breyta húsinu í íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 3. febrúar 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Geislagata 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2020020156Erindi dagsett 7. febrúar 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Verkmax hf., kt. 610999-2129, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í Geislagötu 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Gleráreyrar 1, rými 23, 34-36 - umsókn um byggingarleyfi H&M
Málsnúmer 2019110088Erindi dagsett 20. desember 2019 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum með að sameina útleigurými 23 og 34-36 með milliloftum yfir útleigurými 38, 39 og 40 og minnkun á rými 37. Að auki stækkun á verslun fram á verslunargötu til norðurs í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu Björk Bragadóttur. Innkomnar nýjar teikningar 7. febrúar 2020.
Jafnframt er sótt um frest til skila á uppfærðri brunahönnun til 31. mars 2020.Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með fyrirvara um samþykkt á uppfærðri brunahönnun.