Félagsmálaráð - 1203
- Kl. 14:00 - 17:00
- Hlíð - samkomusalur
- Fundur nr. 1203
Nefndarmenn
- Sigríður Huld Jónsdóttirformaður
- Halldóra Kristín Hauksdóttir
- Jóhann Gunnar Sigmarsson
- Svava Þórhildur Hjaltalín
- Valur Sæmundsson
- Guðrún Karitas Garðarsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirframkvæmdastjóri
- Soffía Lárusdóttirframkvæmdastjóri
- Halldór Sigurður Guðmundssonframkvæmdastjóri
- Kolbeinn Aðalsteinssonfundarritari
Fjárhagserindi 2015 - áfrýjanir
Málsnúmer 2015010023Selma Heimisdóttir félagsráðgjafi kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.
Námskeið fyrir félagsmálanefndir og starfsfólk
Málsnúmer 2015010265Lagt var fram til kynningar erindi dagsett 27. janúar 2015 frá Gyðu Hjartardóttur félagsmálafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga um fyrirhugað námskeið ætlað kjörnum fulltrúum félagsmálanefnda og starfsmönnum þeirra.
Félagsmálaráð þakkar fyrir kynninguna.
Endurbætur - aðgangsstýringar og lyklakerfi
Málsnúmer 2015020005Lagt var fram minnisblað framkvæmdastjóra dagsett 2. febrúar 2015 varðandi endurbætur á aðgangsstýringum og lyklakerfi í Hlíð, Austurbyggð 17.
Félagsmálaráð heimilar fyrir sitt leyti að leitað verði til Fasteigna Akureyrarbæjar með hönnun og kostnaðarútreikninga á fyrrnefndum breytingum á lykla- og aðgangsstýringum núverandi húsnæðis.
ÖA - breyting á notkun rýma
Málsnúmer 2015020007Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri gerðu grein fyrir áformum um að breyta tveimur dvalarrýmum í eitt hjúkrunarrými. Rakti Helga stöðu mála við úthlutanir og notkun rýmanna en tilefni er til að ætla að meiri þörf sé fyrir hjúkrunarrými en dvalarrými.
Félagsmálaráð felur Halldóri Sigurði Guðmundssyni framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar að sækja um breytingu á dvalarrýmum í hjúkrunarrými, eins og kynnt var.
ÖA - stefna og starfsemi
Málsnúmer 2013010214Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Sigurður Guðmundsson og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri fóru yfir nokkra þætti í starfsemi ÖA og umbóta- og þróunarverkefni á heimilunum. Sögðu þau m.a. frá samstarfi við Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi um málþing 10. mars nk. um 'viðhorf og viðmót gagnvart dauðanum'.
Friðný Sigurðardóttir þjónustustjóri ÖA kynnti áformaðar breytingar á starfsemi og hópastarfi Lífsneistans samhliða breytingum á nýtingu húsnæðis í Glaðheimum.
Forstöðumaður Eini- og Grenihlíðar, Klara Jenný Arnbjörnsdóttir og Brynja Vignisdóttir forstöðumaður Aspar- og Beykihlíðar sögðu frá breytingum á vaktrýmum á heimilunum og fjölluðu um samhljóm hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar og Eden, en unnið er að innleiðingu Þjónandi leiðsagnar og eru þær leiðbeinendur í verkefninu.
Karl Jónsson yfirmatreiðslumaður og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri kynntu Tímían innkaupakerfið.
Félagsmálaráð fór síðan í stutta skoðunarferð í anddyri Hlíðar og Glaðheima, Aspar- og Beykihlíð og lauk fundi með heimsókn í Lögmannshlíð þar sem Þóra Sif Sigurðardóttir forstöðumaður tók á móti ráðinu.Félagasmálaráð þakkar fyrir kynninguna.