Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 998
- Kl. 10:00 - 10:30
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 998
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Rebekka Rut Þórhallsdóttirfulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
- Ólafur Elvar Júlíussonverkefnastjóri byggingarmála
- Katrín Rós Ívarsdóttirverkefnastjóri fasteignaskráningar
Kaupvangsstræti 19 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 2
Málsnúmer 2024121179Erindi dagsett 15. desember 2024 þar sem Ævar Guðmundsson f.h. Sjávarbotns slf sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 19 við Kaupvangsstræti. Innkomin gögn eftir Ævar Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Óðinsnes 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 3
Málsnúmer 2024121192Erindi dagsett 13. desember 2024 þar sem Helgi Már Halldórsson f.h. Smáragarðs ehf sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir minni háttar breytingum innanhúss á húsi nr. 2 við Óðinsnes. Innkomin gögn eftir Helga Má Halldórsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Hrísalundur 1A - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2021060284Erindi dagsett 16. desember 2024 þar sem Hans-Olav Andersen f.h. Hjálpræðishersins á Íslandi sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir minni háttar breytingum innanhúss að Hrísalundi 1A. Innkomin gögn eftir Hans-Olav Andersen.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Vallartún 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 1
Málsnúmer 2024121335Erindi dagsett 18. desember 2024 þar sem Kári Magnússon f.h. Akureyrarbæjar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir nýbyggingu lyftu utan á stigagang húss nr. 2 við Vallartún. Innkomin gögn eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Uppfærð eignaskiptayfirlýsing skal liggja fyrir áður en byggingarleyfi er gefið út.
Austursíða 6 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023040222Erindi dagsett 18. desember 2024 þar sem Baldur Ólafur Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum á lóð nr. 6 við Austursíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Ólaf Svavarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Langimói 9-11 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 2
Málsnúmer 2024121378Erindi dagsett 18. desember 2024 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Tréverks ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir nýbyggingu tveggja 6 íbúða fjölbýlishúsa á lóð nr. 9-11 að Langamóa. Innkomin gögn eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Hrísmói 6 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 2
Málsnúmer 2024120277Erindi dagsett 8. desember 2024 þar sem Ingvar Jónsson f.h. Ævars Geirs Jónassonar og Sveinmars Rafns Stefánssonar, sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóð nr. 6-8 við Hrísmóa. Innkomin uppfærð gögn dagsett 19. desember 2024 eftir Ingvar Jónsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.