Stjórn Akureyrarstofu - 236
- Kl. 16:15 - 18:00
- Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
- Fundur nr. 236
Nefndarmenn
- Unnar Jónssonformaður
- Sigfús Arnar Karlsson
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Hildur Friðriksdóttir
- Eva Dögg Fjölnisdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs
- Þórgnýr Dýrfjörðdeildarstjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Fjárhagsáætlun Akureyrarstofu 2018
Málsnúmer 2017060006Til umræðu fjárhags- og starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2018.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögur forstöðumanna að gjaldskrárhækkunum og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Jafnframt samþykkir stjórnin framlagða starfs- og fjárhagsáætlun fyrir 2018 með fyrirvara um að fjárhagsáætlun Listasafnsins verði tekin til nánari skoðunar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir jafnframt að óska eftir auknu fjármagni í eftirtalin verkefni:
Atvinnu- ferða- og kynningarmál:
- Aukið markaðsátak fyrir Akureyri á íbúamarkaði: kr. 11.000.000.
- Íbúakort, útfærsla og framkvæmd: kr. 5.000.000.
- Unnið að mörkun/branding fyrir Akureyri og í framhaldi nýtt kynningarefni: kr. 6.000.000.
Menningarmál:
- Mótun nýrrar menningarstefnu og safnastefnu: kr. 2.300.000.
- Barnamenningarhátíð: kr. 3.000.000.
- Aukið starfsmannahald á Héraðsskjalasafninu (50% stöðugildi): kr. 3.500.000.
- Verkefnið; "Greiðum listamönnum" sett af stað: kr. 1.500.000.
- Hækkun á fjárheimildum v/Akureyrarvöku: kr. 2.000.000.