Umhverfisnefnd - 102
10.03.2015
Hlusta
- Kl. 10:00 - 11:15
- Kaffistofa framkvæmdadeild
- Fundur nr. 102
Nefndarmenn
- Dagbjört Elín Pálsdóttirformaður
- Kristján Ingimar Ragnarsson
- Óskar Ingi Sigurðsson
- Áshildur Hlín Valtýsdóttir
- Ólafur Kjartanssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Helgi Már Pálssonbæjartæknifræðingur
- Jón Birgir Gunnlaugssonforstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Kristinn Frímann Árnason D-lista boðaði forföll og varamaður mætti ekki í hans stað.[line]
Glerárdalur - fólkvangur
Málsnúmer 2012080081Farið yfir smávægilegar breytingar á 5. gr. og 7. gr. friðlýsingarskilmála Glerárdals sem Umhverfisstofnun leggur til.
Umhverfisnefnd samþykkir breytingarnar.
Skógrækt - grænn trefill
Málsnúmer 2015030100Kynning á skógræktarskipulagi norðan Glerár og framtíðaráform.
Úrgangsmál
Málsnúmer 2014110224Áframhaldandi umræður um stöðu væntanlegra breytinga á fyrirkomulagi gámasvæðisins og kynningarefnis.
Skógræktarfélag Íslands - Yrkjusjóður
Málsnúmer 2015020054Tekið fyrir erindi dagsett 4. febrúar 2015 frá Yrkjusjóði þar sem óskað er eftir styrk að lágmarki kr. 150.000 til kaupa á trjáplöntum sem árlega er úthlutað til grunnskólabarna.
Umhverfisnefnd samþykkir að styrkja Yrkjusjóð um kr. 150.000 til kaupa á trjáplöntum fyrir grunnskólabörn. Stjórnendur grunnskóla á Akureyri verða hvattir til að sækja um plöntur til Yrkjusjóðs.