Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 13:30 - 14:30
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 1

Nefndarmenn

    • Bergur Þorri Benjamínssonformaður
    • Helgi Snæbjarnarson
    • Jón Heiðar Jónsson
    • Lilja Guðmundsdóttir
    • Leifur Þorsteinssonfundarritari
  • Umferðarljós - hljóðljós

    Málsnúmer 2012060053

    Gerð hefur verið fyrirspurn varðandi hljóðljós (umferðarljós) hérna á Akureyri og hvort ekki væri hægt að fjölga þeim. Í dag eru bara tvö slík ljós með tiltölulega stuttu millibili í Þingvallastrætinu og eitt á Glerárgötunni. Bent er á að t.d. væri heppilegt að hafa ljós á Glerárgötunni á móts við Glerártorg og ef til vill fleiri stöðum. Fyrirspurnin er sett fram þar sem því miður hefur ungu sjónskertu og blindu fólki fjölgað hérna á Akureyri upp á síðkastið.

    <DIV><DIV>Samstarfsnefndin beinir þeirri ósk til framkvæmdadeildar að umferðar- og gangbrautarljósum með hljóðmerkjum verði fjölgað í bænum þar sem reynsla af þeim sem fyrir eru er jákvæð.</DIV></DIV>

  • Umhverfisátak

    Málsnúmer 2012080082

    Tekin fyrir ósk frá formanni nefndarinnar um nauðsyn þess að fjölga göngustígum við strætisvagnastöðvar sem oft er slæmt aðgengi að.

    <DIV><DIV><DIV>Samstarfsnefndin frestar málinu og óskar eftir nánari skilgreiningu á verkefninu og hvaða staði er um að ræða.</DIV></DIV></DIV>

  • Sundlaugar á Akureyri - aðgengi fatlaðra

    Málsnúmer 2012070104

    Rætt um aðgengi að þjálfunarpotti í íþróttamiðstöð Giljaskóla.

    <DIV><DIV><DIV>Samstarfsnefndin frestar málinu.</DIV></DIV></DIV>

  • Strætisvagnar - hlutverk

    Málsnúmer 2012090074

    <DIV><DIV><DIV><DIV>Samstarfsnefndin beinir þeirri beiðni til framkvæmdaráðs að allir vagnar Strætisvagna Akureyrar verði útbúnir þannig að þeir verði aðgengilegir öllum og upplýsingar um aðgengi að vögnunum inni á heimasíðu sveitarfélagsins verði jafnframt uppfærðar.</DIV></DIV></DIV></DIV>