Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram drög að nýjum reglum um stuðningsþjónustu.
Elfa Björk Gylfadóttir forstöðumaður heimaþjónustu B, Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu A og Hlynur Már Erlingsson forstöðumaður fjölskyldustuðnings sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð vísar drögum að reglum um stuðningsþjónustu til öldungaráðs, samráðshóps um málefni fatlaðs fólks, fræðslu- og lýðheilsusviðs auk Hörgársveitar, Grýtubakkahrepps, Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps til umsagnar.
Lögð fram drög að nýjum reglum um stoðþjónustu.
Elfa Björk Gylfadóttir forstöðumaður heimaþjónustu B, Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu A og Hlynur Már Erlingsson forstöðumaður fjölskyldustuðnings sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð vísar drögum að reglum um stoðþjónustu til samráðshóps um málefni fatlaðs fólks til umsagnar og til Hörgársveitar, Grýtubakkahrepps, Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps til kynningar.
Lagt fram minnisblað dagett 28. september 2022 ritað af Vilborgu Þórarinsdóttur forstöðumanni barnaverndar. Þar er kynnt málavog í barnavernd sem mælir álag á starfsfólk sem sinnir barnaverndarþjónustu og lýsir því álagi sem starfsmenn barnaverndar eru undir.
Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið.
Velferðarráð þakkar kynninguna og vísar málinu til frekari vinnslu í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2023.
Lagt fram minnisblað dagsett 28. september 2022 og fleiri gögn vegna hugmyndar um að sækjast eftir samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneyti um greiningar- og þjálfunarvistun fyrir börn og foreldra þeirra.
Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið.
Hugmyndir að samstarfi við ríkið og nágrannasveitarfélög lagðar fram. Velferðaráð þakkar kynninguna og leggur áherslu á hversu brýnt og þarft verkefnið er og felur Halldóru Kristínu Hauksdóttur lögfræðingi velferðarsviðs og Vilborgu Þórarinsdóttur forstöðumanni barnaverndar að vinna málið áfram.
Lögð fram beiðni til bæjarráðs um viðauka við fjárhagsáætlun.
Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) um upphæð kr. 29,4 milljónir vegna ársins 2022.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun og vísar málinu til bæjarráðs.
Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá velferðarsviðs fyrir 2023.
Lagt er til að almennt hækki gjaldskráin um 10%. Um er að ræða hækkun í félagslegri heimaþjónustu, heimsendum mat og matarkostnaði í skammtímaþjónustu.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir að fresta málinu til frekari skoðunar.
Elsa María Guðmundsdóttir S-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi aðstæðna í efnahagsmálum telur undirrituð afar brýnt að velferðarsvið Akureyrarbæjar reyni eftir fremsta megni að stilla gjaldskrárhækkunum í hóf. Skarpar verðhækkanir á borð við boðaða 10% hækkun á öllum verðskrám koma til með að hafa mikil áhrif á tekjulága og viðkvæma hópa. Leita ætti allra leiða til að vernda hópa í viðkvæmri stöðu þar sem þeir reiða sig á þjónustu í nærsamfélaginu og jafnframt munu almennar hækkanir, ásamt skörpum hækkunum á gjaldskrá Akureyrarbæjar, koma einna verst niður á þessum sömu hópum. Nú þegar er t.d. verð á heimsendum mat mun hærra hjá Akureyrarbæ, sé litið til þeirra sveitarfélaga sem við berum okkur saman við.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Framsókn getur ekki samþykkt þessa hækkun. Við slíka gjaldskrárhækkun eins og hér er lögð til er nauðsynlegt að taka tillit til þess að um ræðir okkar viðkvæmasta hóp efnalítilla einstaklinga. Þessi hópur á ekki að líða fyrir slétta 10% hækkun á alla málaflokka.
Málfríður Stefanía Þórðardóttir F-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Í tillögu að breytingu á gjaldskrá velferðarsviðs Akureyrarbæjar er lagt til að gjaldskrá hækki um 10% á félagslegri heimaþjónustu, á heimsendum mat og matarkostnaði í skammtímaþjónustu. Flokkur fólksins er alfarið á móti því að verið sé að hækka gjaldskrá á þessum viðkvæma hópi nú þegar verðbólga er há og allt er að hækka. Með gjaldskrárhækkunum er höggvið í þá sem minnst mega sín. Flokkur fólksins leggur til að gjaldskrár til viðkvæmra hópa verði frystar.
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2023.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.