Skipulagsráð - 373
- Kl. 08:15 - 11:00
- Fjarfundur
- Fundur nr. 373
Nefndarmenn
- Þórhallur Jónssonformaður
- Guðmundur Baldvin Guðmundsson
- Ólöf Inga Andrésdóttir
- Arnfríður Kjartansdóttir
- Orri Kristjánsson
- Helgi Sveinbjörn Jóhannssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Pétur Ingi Haraldssonsviðsstjóri skipulagssviðs
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
- María Markúsdóttirfundarritari
Stjórnsýslubreytingar 2021 - samþykktir ráða og kynningar
Málsnúmer 2022010176<br /> <br />
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra kynntu endurskoðaða samþykkt fyrir skipulagsráð sem tók gildi 1. janúar 2022 ásamt nýju skipuriti Akureyrarbæjar og greinargerð vegna stjórnsýslubreytinga.
Fylgiskjöl
Kæra á breytingu á deiliskipulagi miðbæjar (Hofsbót)
Málsnúmer 2021080463Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dagsettur 28. desember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar. Niðurstaða nefndarinnar er að hafna kröfu um ógildingu ákvörðunar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 18. maí 2021 um að samþykkja breytingu á deiliskipulaginu.
Fylgiskjöl
Íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar - aðalskipulagsbreyting
Málsnúmer 2021110179Kynningu skipulagstillögu á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið og bárust engar athugasemdir við tillöguna. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga.
Fylgiskjöl
Móahverfi - deiliskipulag
Málsnúmer 2018010050Lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi Móahverfis.
Kjarnagata 55 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 2021120104Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðar nr. 55 við Kjarnagötu (hús 55 og 57). Í breytingunni felst eftirfarandi:
1. Hús nr. 55 lækkar úr 7 hæðum í 6 með hámarkshæð 18,5 m auk þess sem byggingarreitur stækkar.
2. Byggingarreitur húss nr. 57 hliðrast um 1 m til vesturs auk þess sem hann breikkar um 1 m sem felur í sér að byggingarreitur einnar hæðar byggingar hliðrast um 2 m til vesturs. Þá bætist við 4. hæð sem er inndregin á þrjá vegu. Gólfkóti byggingar hækkar í 88,5.
3. Tvö langstæði meðfram Kjarnagötu breytast í bílastæði fyrir hreyfihamlaða til samræmis við kröfur byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
4. Bílastæði við Geirþrúðarhaga lengjast um 1 m til vesturs og lóðin stækkar um 5 m².
5. Lágmarks lofthæð lækkar um 0,2 m og verður að lágmarki 2,3 m.Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl
Hlíðarfjallsvegur - deiliskipulag AT16
Málsnúmer 2021090194Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið og bárust engar athugasemdir við lýsinguna. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Norðurorku, Landsneti, RARIK og eru þær lagðar fram til kynningar. Beðið er umsagnar Skipulagsstofnunar.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að gerð deiliskipulags þar sem tekið verði tillit til athugasemda og ábendinga sem fram koma í umsögnum.
Skipulagsráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að atNorth ehf. verði veitt formlegt vilyrði fyrir lóð undir gagnaver nyrst á skipulagssvæðinu án auglýsingar í samræmi við ákvæði gr. 2.4. í reglum um lóðaveitingar. Endanleg úthlutun fer þó ekki fram fyrr en deiliskipulag svæðisins hefur tekið gildi.Fylgiskjöl
- RARIK_Hlíðarfjallsvegur 5 Akureyri - Skipulagslýsing deiliskipulags [AG-ERI-000054].pdf
- RARIK lagnir_Hlíðarfjallsvegur 5 2022-01-05 094236.png
- Hlíðarfjallsvegur 5 DSK lýsing, umsgön.pdf
- 21.12.2021_Umsögn Landsnets um skipulagslýsingu deiliskipulags Hlíðarfjallsvegar 5, Akureyri_undirritud.pdf
- 2021.12.29 Svar NO Hlíðarfjallsvegur.pdf
- Umsögn MI.pdf
Dvergaholt 5-7-9 - fyrirspurn vegna breytts skipulags
Málsnúmer 2022010404Erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 6. janúar 2022 fyrir hönd lóðarhafa Dvergaholts 5-9 þar sem óskað er eftir afstöðu skipulagsráðs til eftirfarandi atriða:
1) Hús verði hækkuð frá uppgefnum hæðarkótum gildandi deiliskipulags.
2) Minniháttar tilfærslur út fyrir byggingarreit.
3) Hús megi vera allt að fjórar hæðir allsstaðar innan byggingarreits.
4) Innkeyrsla inn á lóð færist til vesturs.Skipulagsráð samþykkir erindið hvað varðar liði 1, 2 og 4 en hafnar lið 3.
Fylgiskjöl
Fjölnisgata 4A, Draupnisgata 5, Austursíða - fyrirspurn til skipulagssviðs
Málsnúmer 2022010107Erindi dagsett 4. janúar 2022 þar sem Arnþór Tryggvason fyrir hönd Kælismiðjunnar Frosts ehf. sækir um breytt deiliskipulag á lóðum við Austursíðu, Draupnisgötu 5 og Fjölnisgötu 4A. Breytingin snýr að færslu lóðamarka. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.
Fylgiskjöl
Hafnarstræti 29 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna fjölgunar íbúða
Málsnúmer 2021110734Erindi dagsett 14. nóvember 2021 þar sem Ketill Ketilsson fyrir hönd Fasteignafélagsins Langeyrar ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi breytt deiliskipulag fyrir hús nr. 29 við Hafnarstræti. Fyrirhugað er að fjölga íbúðum úr þremur í sex. Umrætt hús er byggt árið 1907. Fyrir liggja drög að áliti frá Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins til samræmis við fyrirliggjandi erindi. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir húseigendum Hafnarstræti 19 - 41.
Fylgiskjöl
Glerárgata 28 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna mathallar
Málsnúmer 2021120772Erindi dagsett 16. desember 2021 þar sem Vilhelm Patrick Bernhöft fyrir hönd Glerárgötu 28 ehf. sækir um leyfi fyrir mathöll í húsi nr. 28 við Glerárgötu. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Grenndarkynnt skal fyrir húseigendum og rekstraraðilum Glerárgötu 26, 28 og 30.
Glæsibær, nýtt íbúðahverfi - beiðni um umsögn
Málsnúmer 2021120970Erindi dagsett 20. desember 2021 þar sem Sigríður Hrefna Pálsdóttir fyrir hönd Hörgársveitar óskar eftir umsögn Akureyrarbæjar um skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 og deiliskipulag íbúðahverfis í Glæsibæ, Hörgársveit. Meðfylgjandi er skipulagslýsing.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.
Fylgiskjöl
Nonnahagi 1 - umsókn um framkvæmdafrest
Málsnúmer 2022010274Erindi dagsett 5. janúar 2022 þar sem Ágúst Guðnason sækir um framkvæmdafrest á lóð nr. 1 við Nonnahaga þar til í apríl / maí næstkomandi.
Skipulagsráð samþykkir erindið.
Týsnes 2 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2022010254Erindi dagsett 5. janúar 2022 þar sem Þríforkur ehf. sækir um lóð nr. 2 við Týsnes. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Týsnes 2 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2022010383Erindi dagsett 6. janúar 2022 þar sem Nesbræður ehf. sækja um lóðir nr. 2 og 4 við Týsnes og óska jafnframt eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að lóðir nr. 2 og 4 eru sameinaðar í eina auk þess sem hluti lóðar nr. 6 er felldur inn í nýja lóð. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir hugmynd að útfærslu nýrrar lóðar.
Erindinu er hafnað þar sem lóðinni Týsnesi 2 hefur verið úthlutað til annars aðila (sjá dagskrárlið 13 í fundargerð skipulagsráðs). Samkvæmt ákvæði gr. 2.1.2 í Reglum um úthlutun lóða gildir reglan "fyrstur kemur fyrstur fær" þegar umsóknarfrestur fyrstu og annarrar auglýsingar lóða er liðinn.
Er skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um möguleika á annarri lóð.Fylgiskjöl
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021
Málsnúmer 2020120557Lögð fram til kynningar fundargerð 845. fundar, dagsett 22. desember 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er hana að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.