Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Rætt um skipulag funda ráðsins á næstunni, fundartíma, þagnarskyldu o.fl.
<DIV><DIV><DIV>Ákveðið að fundir félagsmálaráðs verði 1. og 3. miðvikudag hvers mánaðar frá klukkan 14:00-17:00.</DIV></DIV></DIV>
Kynnt rafræn handbók félagsmálaráðs 2014 - 2018. Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn kl. 11:00 og kynnti reglur um ábyrgðarmörk og siðareglur kjörinna fulltrúa.
<DIV></DIV>
Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA mætti á fundinn kl. 11:00.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynnti stöðuna í verkefninu Stuðningurinn heim og fyrirhugaðar breytingar á þjónustunni.
Félagsmálaráð er sammála þeim breytingum sem lagðar eru til og heimilar fyrir sitt leiti að tvær hálfar stöður verði auglýstar til að sinna verkefnum sameinaðs úrræðis.
Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar greindu frá erindi Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar (NVC) þar sem leitað er eftir þátttöku fulltrúa félagslegarar þjónustu sveitarfélagsins í norræna verkefninu CONNECT. Áformað er að tvö sveitarfélög frá hverju norðurlandanna taki þátt og mögulega líka fulltrúi frá landssamböndum sveitarfélaga. Um er að ræða áhersluverkefni á vegum NVC sem hefst með undirbúningi nú í haust 2014. Verkefnið felur í sér skipulagningu og innleiðingu á velferðartækni í framkvæmd velferðarþjónustu. Kostnaður vegna þátttöku er greiddur af NVC og ráðgert að innleiðingu fylgi fjárstyrkur til þeirra sveitarfélaga sem taka þátt verkefninu. Verkefninu er skipt í tvö stig þar sem fyrst er undirbúningur og skipulagning (2014) og síðan innleiðingarferli og prófun ásamt miðlun reynslu (2015-2016).
<DIV>Félagsmálaráð samþykkir að Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Soffía Lárussdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar taki þátt í CONNECT verkefninu fyrir hönd Akureyrarbæjar.</DIV>
Málefni Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri kynnt og rædd.
<DIV>Félagsmálaráð vísar umræðu um Heilsugæslustöðina á Akureyri til bæjarráðs til frekari viðræðna við stjórnvöld.</DIV>
Lögð fram til kynningar ársskýrsla 2013, skýrsla sameiginlegs þjónustusvæðis í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.
<DIV></DIV>
Með bréfi dags 24. júní 2014 óskar velferðarráðuneytið eftir tilnefningu frá Akureyrarbæ um einn aðila í nefnd um stjórnsýslu ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnavendar.
Félagsmálaráð samþykkir að skipa Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar í nefndina.