Bæjarstjórn - 3303
- Kl. 16:00 - 18:00
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3303
Nefndarmenn
- Geir Kristinn Aðalsteinssonforseti bæjarstjórnar
- Hlín Bolladóttir
- Guðmundur Baldvin Guðmundsson
- Halla Björk Reynisdóttir
- Inda Björk Gunnarsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Tryggvi Þór Gunnarsson
- Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Ólafur Jónsson
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - breytingar á samþykktum sjóðsins
Málsnúmer 2011040154Erindi dags. 28. apríl 2011 frá Kára Arnóri Kárasyni f.h. Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar. Erindið varðar breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar sem samþykktar voru á aðalfundi sjóðsins þann 27. apríl sl. Óskað er eftir því að bæjarstjórn samþykki breytingarnar og sendi sjóðnum staðfestingu þar að lútandi.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
Bæjarstjórn - ósk um tímabundið leyfi frá störfum
Málsnúmer 2011040150Bæjarfulltrúi Sigurður Guðmundsson A-lista óskar eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi frá 1. maí til 1. júní 2011.
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Sigurðar Guðmundssonar með 11 samhljóða atkvæðum.
Stefnuumræða í bæjarstjórn 2011 - umhverfisnefnd
Málsnúmer 2011030070Starfsáætlun umhverfisnefndar. \nÍ samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Sigmar Arnarsson formaður umhverfisnefndar og flutti skýrslu formanns.\nAlmennar umræður urðu í kjölfarið.
<P> </P>
Skýrsla bæjarstjóra
Málsnúmer 2010090095Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
<DIV></DIV>