Stjórn Akureyrarstofu - 121
- Kl. 16:00 - 19:00
- Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
- Fundur nr. 121
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Hildur Tryggvadóttir
- Þórarinn Stefánsson
- Helena Þuríður Karlsdóttir
- Matthías Rögnvaldssonáheyrnarfulltrúi
- Sigfús Arnar Karlssonáheyrnarfulltrúi
- Þórgnýr Dýrfjörðfundarritari
Leikfélag Akureyrar - staða rekstrar
Málsnúmer 2011080046Farið yfir drög að nýjum samningi við LA.
<DIV><DIV><DIV>Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Helena Þ. Karlsdóttir S-lista óskar bókað:</DIV><DIV>Mikilvægt er að á Akureyri sé starfandi atvinnuleikhús. Leikfélag Akureyrar hefur verið lyftistöng menningarlífs í bænum og laðað til sín mikinn fjölda áhorfenda, bæði bæjarbúa sem og gesti. Því tel ég að taka verði hinn mikla fjárhagsvanda LA föstum tökum, rétta eigi af fjárhag félagsins á sem stystum tíma og fara í árangursríkar aðgerðir. Það er mín skoðun að semja hefði átt við LA á grundvelli tillagna sem gerðu ráð fyrir að leikfélagið yrði skuldlaust eftir eitt ár. Samkvæmt fyrirliggjandi samningi er gert ráð fyrir lengri björgunartíma, meiri óvissu og meiri hætta er á að markmiðin náist ekki. Ég tel að bærinn sé í raun að taka á sig skuldir LA án þess að tryggt hafi verið að rekið verði metnaðarfullt atvinnuleikhús í bænum til framtíðar og greiði því ekki atkvæði með samningnum.</DIV></DIV></DIV>
Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2012
Málsnúmer 2012040130Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir málaflokka stjórnar Akureyrarstofu fyrir fyrstu 3 mánuði ársins 2012.
<DIV></DIV>
Sjónlistamiðstöðin á Akureyri - skipulag og þróun
Málsnúmer 2012040129Hannes Sigurðsson forstöðumaður Sjónlistamiðstöðvarinnar kom á fundinn til að ræða hvernig fyrstu mánuðurnir í rekstri Sjónlistamiðstöðvarinnar hafa komið út, hvernig horfurnar eru, hið svonefnda "Plastmál" og kynna nýjasta verkefni miðstöðvarinnar sem kallast Sjónpípan.
<DIV>Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hannesi fyrir komuna á fundinn og gagnlegar umræður og óskar Sjónlistamiðatöðinni til hamingju með Sjónpípuna.</DIV>
Endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar 2011 - hugarflugsfundur
Málsnúmer 2011020012Skipaður vinnuhópur til að halda utan um næstu skref í vinnu við endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar. Hópurinn undirbúi opinn stefnumótunarfund þar sem unnið verður nánar úr tillögum sem fram komu á hugarflugsfundi með hagsmunaaðilum.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Hildi Friðriksdóttur og Jón Hjaltason í vinnuhópinn en í honum verða jafnframt framkvæmdastjóri Akureyrarstofu og verkefnisstjóri viðburða og menningarmála á Akureyrarstofu.Hildur Tryggvadóttir kom á fundinn kl. 18:15.
Atvinnuátaksverkefni Akureyrarstofu og Vinnumálastofnunar 2012
Málsnúmer 2012040145Lagt fram til kynningar yfirlit um átaksverkefni sem ákveðin hafa verið og hafa verið sett í gang á yfirstandandi ári.
<DIV></DIV>
Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (heildarlög), 657. mál
Málsnúmer 2012030265Rætt um Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (heildarlög), 657. mál og Frumvarp til laga um veiðigjöld (heildarlög), 658. mál og möguleg áhrif þeirra á Eyjafjarðarsvæðinu.
<DIV><DIV><SPAN lang=IS><P>Stjórn Akureyrarstofu tekur undir bókun bæjarstjórnar Akureyrar frá 17. apríl sl. og leggur þunga áherslu á að Ríkisstjórn Íslands og Alþingi láti vinna hlutlausa úttekt á áhrifum frumvarpanna á rekstrarskilyrði útgerðarinnar og þar með atvinnu og byggð í landinu. Niðurstöður þessarar úttektar verði gerðar aðgengilegar áður en kemur að endanlegri ákvörðun í málinu.</P></SPAN></DIV></DIV>
Vaðlaheiðargöng - framhald framkvæmda
Málsnúmer 2011110045Rætt um stöðuna á undirbúningi Vaðlaheiðarganga.
<DIV><DIV><SPAN lang=IS><P>Stjórn Akureyrarstofu skorar á þingmenn að samþykkja frumvarp til laga, sem nú er til umræðu, um heimild til handa ráðherra f.h. ríkissjóðs til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Vaðlaheiðargöng eru ekki á samgönguáætlun enda eru þau ekki fjármögnuð af ríkissjóði þar sem þau byggja á greiðslu veggjalda. Framkvæmdin getur því ekki tekið fjármagn frá öðrum brýnum vegaframkvæmdum. Stjórnin bendir jafnframt á að engar aðrar framkvæmdir eru á döfinni sem veggjöld geta staðið undir. Stjórn Akureyrarstofu tekur undir brýna þörf fyrir gerð Norðfjarðar- og Dýrafjarðarganga og lýsir yfir stuðningi við þær framkvæmdir.</P></SPAN></DIV></DIV>