Félagsmálaráð - 1149
- Kl. 14:00 - 17:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1149
Nefndarmenn
- Inda Björk Gunnarsdóttirformaður
- Dagur Fannar Dagsson
- Oktavía Jóhannesdóttir
- Sif Sigurðardóttir
- Valur Sæmundsson
- Guðlaug Kristinsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Bryndís Dagbjartsdóttirfundarritari
Sundfélagið Óðinn - þjónustusamningur um hópliðveislu
Málsnúmer 2012020004Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Hlynur Már Erlingsson verkefnastjóri í félagslegri liðveislu á búsetudeild lögðu fram þjónustusamning um hópliðveislu, framlenging á samningi frá 1. september 2012 - 31. maí 2013.
<DIV><DIV>Félagsmálaráð samþykkir framlengingu á þjónustusamningnum og lýsir yfir ánægju með hversu vel samstarfið hefur gengið. Ráðið telur að samstarfið geti orðið fyrirmynd fyrir önnur félög.</DIV></DIV>
Fjárhagsáætlun 2013 - félagsmálaráð
Málsnúmer 2012060169Fjallað um fjárhagsramma deilda félagsmálaráðs og lögð fram drög að fjárhagsáætlun búsetudeildar, fjölskyldudeildar, heilsugæslustöðvar og öldrunarheimila.
<DIV>Félagsmálaráð felur framkvæmdastjórum deilda ráðsins að senda inn umsagnir við útgefinn fjárhagsramma deildanna 2013.</DIV>
Starfsáætlun félagsmálaráðs 2010-2014
Málsnúmer 2011010043Verkefni í starfsáætlun rædd og farið yfir aðgerðalista vegna þeirra.
<DIV><DIV>Frestað til næsta fundar.</DIV></DIV>
Heimahjúkrun - reglur 2012
Málsnúmer 2012080066Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti drög að reglum um heimahjúkrun hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri.
<DIV>Félagsmálaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.</DIV>
Ársskýrsla búsetudeildar 2011
Málsnúmer 2012090134Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lagði fram til kynningar ársskýrslu búsetudeildar fyrir árið 2011.
<DIV> </DIV>
Fjölskyldudeild - ársskýrslur 2010-2012
Málsnúmer 2011080066Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram til kynningar ársskýrslu fjölskyldudeildar fyrir árið 2011.
<DIV></DIV>