Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð að nýju fyrir skýrsla um álag í leikskólum en afgreiðslu var frestað á síðasta fundi. Í skýrslunni eru eftirfarandi tillögur til úrbóta lagðar fram:\n- Afleysingahlutfall verði aukið úr 7% í 8,33% líkt og það var árið 2008.\n- Heimilt verði að ráða strax í stöður vegna langtímaveikinda.\n- Gerð verði úttekt á hljóðvist í öllum leikskólum Akureyrar með tilliti til húsnæðis, skipulags og fjölda barna á hverri deild eða í hverju rými.\n- Gerð verði úttekt á vinnuaðstöðu og aðbúnaði í leikskólum Akureyrar.\n- Gripið verði til aðgerða til heilsueflingar meðal starfsfólks og komið á fót heilsueflingarráði í hverjum skóla líkt og fram kemur í velferðarstefnu Akureyrar.\n- Gripið verði til beinna aðgerða í þeim tilgangi að hvetja starfsfólk til hreyfingar s.s. með föstum greiðslum.\n- Skráning forfalla verði bætt svo hægt verði að greina betur hvers eðlis þau eru.\n- Við hönnun leikskóla verði gert ráð fyrir meira rými á hvert barn en nú er raunin og tryggð verði góð vinnuaðstaða.\n- Akureyrarbær beiti sér fyrir því að hluti undirbúningstíma verði bundinn við hverja deild/leikskóla en ekki eingöngu hvern leikskólakennara.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur til úrbóta. Skólanefnd leggur til við bæjarráð að fjárveitingar til leikskóla verði auknar, á þessu fjárhagsári, um kr. 6.000.000 svo hækka megi afleysingaprósentu í leikskólum úr 7% í 8,33% frá og með 1. ágúst 2014 og kr. 7.500.000 frá 1. júní 2014, til að mæta því að geta ráðið strax inn afleysingu þegar fólk fer í langtímaveikindi.</DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir að fela leikskólafulltrúa að vinna að öðrum úrbótatillögum í samráði við skólastjóra leikskólanna.</DIV><DIV>Skólanefnd þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Á fundi sínum þann 19. mars 2014 samþykkti samfélags- og mannréttindaráð að setja á stofn vinnuhóp sem var falið að kanna kosti þess að Akureyrarbær innleiði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samþykkt var á fundi ráðsins þann 23. apríl að óska eftir tilnefningu í vinnuhópinn frá skólanefnd.
Fyrir fundinn var lagt stöðumat á rekstri málaflokksins eftir fyrstu þrjá mánuði ársins.
<DIV><DIV></DIV></DIV>
Fræðslustjóri gerði grein fyrir ráðningarferli í stöðu skólastjóra Síðuskóla.\nFræðslustjóri lagði fram tillögu að ráðningu skólastjóra Síðuskóla, en staðan var auglýst 28. mars 2014. Þrjár umsóknir bárust um stöðuna. Við mat á hæfni umsækjenda var skráðu ráðningarferli fylgt, tekin voru viðtöl við umsækjendur og leitað umsagna um þá tvo sem eftir stóðu. Skólanefndarfulltrúar fengu tækifæri til að sitja viðtölin. Þá var haft samráð við skólaráð Síðuskóla. \nFræðslustjóri gerir að tillögu sinni að Ólöf Inga Andrésdóttir verði ráðin sem skólastjóri Síðuskóla frá og með 1. ágúst 2014.
<DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir tillögu fræðslustjóra.</DIV></DIV>
Fræðslustjóri gerði grein fyrir ráðningarferli í stöðu skólastjóra Grímseyjarskóla.\nFræðslustjóri lagði fram tillögu að ráðningu skólastjóra Grímseyjarskóla, en staðan var auglýst 28. mars 2014. Tvær umsóknir bárust um stöðuna. Við mat á hæfni umsækjenda var skráðu ráðningarferli fylgt, tekin voru viðtöl við umsækjendur og leitað umsagna. Skólanefndarfulltrúar fengu tækifæri til að sitja viðtölin. Þá var haft samráð við skólaráð Grímseyjarskóla. \nFræðslustjóri gerir að tillögu sinni að Karen Nótt Halldórsdóttir verði ráðin sem skólastjóri Grímseyjarskóla frá og með 1. ágúst 2014.
<DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir tillögu fræðslustjóra.</DIV></DIV>
Fyrir fundinn voru lögð skóladagatöl grunnskóla og leikskóla ásamt starfsáætlunum leikskólanna fyrir skólaárið 2014-2015.
<DIV><DIV>Skólanefnd staðfestir skóladagatöl leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2014-2015.</DIV></DIV>
Fyrir fundinn var lögð tillaga valnefndar um viðurkenningar skólanefndar 2014.\nSædís Gunnarsdóttir S-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
<DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og þakkar valnefnd fyrir gott starf.</DIV></DIV>
Erindi dags. 10. apríl 2014 frá Fimleikasambandi Íslands þar sem Fimleikasamband Íslands fer þess á leit við íþróttaráð og skólanefnd að landsliðum í hópfimleikum sé veitt heimild til æfinga í íþróttahúsi Giljaskóla og gistingar í Giljaskóla frá miðvikudeginum 30. júlí nk. til mánudagsins 4. ágúst nk., Verslunarmannahelgina 2014. Alls er um að ræða 9 æfingar í húsinu.
<DIV><DIV>Skólanefnd býður landsliðið í hópfimleikum velkomið til Akureyrar og felur fræðslustjóra að verða við erindinu í samráði við skólastjóra og í samræmi við umræður á fundinum. </DIV></DIV>
Beiðni frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NGK) dags. 13. nóvember 2012 um styrk vegna keppninnar.
<DIV>Skólanefnd getur ekki orðið við erindinu.</DIV>
Erindi dags. 17. mars 2014 frá Sundsambandi Íslands þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 25.000 til að halda boðsundskeppni milli grunnskóla sem fram mun fara um land allt.
<DIV><DIV>Skólanefnd getur ekki orðið við erindinu.</DIV></DIV>
Áshildur Hlín Valtýsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna fór af fundi kl. 15:55 og Jón Aðalsteinn Brynjólfsson fulltrúi grunnskólakennara fór af fundi kl. 16:15.$line$
Fyrir fundinn voru lagðar til kynningar upplýsingar úr úttekt á mötuneytum leik- og grunnskóla sem gerð var á þessu skólaári.
<DIV><DIV></DIV></DIV>
Erindi dags. 3. apríl 2014 þar sem bæjarráð vísar erindi frá Birni Þórarinssyni, vegna reksturs Tónræktarinnar til skólanefndar. Í erindinu kemur fram að Björn mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa til að ræða málefni Tónræktarinnar sem verður 10 ára í ár. Björn er kominn á eftirlaun og ætlar að fara að hætta rekstrinum. Vill að bærinn skoði hvort hann vill koma að framhaldinu á rekstrinum eftir hans tíma. Segir þannig fyrirkomulag vera þekkt t.d. á Selfossi og í Reykjavík. \nHugmyndin er sú að bærinn myndi greiða laun eins starfsmanns og þá væri hægt að nota skólagjöldin í annan rekstur.\nHann fær kr. 750.000 frá bænum í reksturinn í dag.
<DIV><DIV>Skólanefnd telur að Tónræktin skipi mikilvægan sess í bæjarlífinu og mælir með því að bæjarráð geri rekstrarsamning við Tónræktina.</DIV></DIV>