Skipulagsráð - 395
- Kl. 08:15 - 11:17
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 395
Nefndarmenn
- Þórhallur Jónssonvaraformaður
- Halla Björk Reynisdóttir
- Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Jón Hjaltason
- Sunna Hlín Jóhannesdóttiráheyrnarfulltrúi
- Sif Jóhannesar Ástudóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Pétur Ingi Haraldssonskipulagsfulltrúi
- María Markúsdóttirfundarritari
Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2019020182Lögð fram endurskoðuð tillaga að húsnæðisáætlun fyrir Akureyrarbæ 2023-2032.
Skipulagsráð leggur til að framlögð húsnæðisáætlun verði samþykkt með þeirri breytingu að gert verði ráð fyrir að félagslegar íbúðir á vegum sveitarfélagins verði árlega 5% af nýju húsnæði og að hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði verði árlega 30%. Telur skipulagsráð húsnæðisáætlun því vera í samræmi við rammasamning ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum.
Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.Móahverfi - auglýsing lóða
Málsnúmer 2022120463Lagðar fram tvær tillögur að skilmálum fyrir úthlutun lóða í 1. áfanga Móahverfis.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðum í Móahverfi verði úthlutað á þann hátt að hluta lóða verði úthlutað samkvæmt útboðsleið með ákvæðum varðandi hlutdeildarlán og hluta samkvæmt forgangi varðandi stofnframlög.
Dalvíkurlína 2 - aðalskipulagsbreyting
Málsnúmer 2021110081Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna lagningar Dalvíkurlínu 2. Tillagan er lögð fram með breytingum varðandi legu strengsins meðfram frístundabyggð.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hulduholt 31 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 2023011072Erindi Ágústs Hafsteinssonar arkitekts dagsett 5. janúar 2023 f.h. lóðarhafa Hulduholts 31 þar sem sótt er um stækkun byggingarreits um allt að 0,8 m til suðurs og hækkun nýtingarhlutfalls úr 0,5 í 0,62 vegna útfærslu B rýma (opin útirými undir þaki/skyggni). Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.Fylgiskjöl
Krabbastígur 4 - umsókn um stækkun lóðar
Málsnúmer 2022070337Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norður-Brekku, neðri hluta vegna breytinga á lóðarmörkum Krákustígs 1 (áður Oddeyrargötu 4B) lauk þann 20. janúar sl.
Tvær athugasemdir bárust.Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að útbúa drög að svörum við athugasemdum til samræmis við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Sólskógar - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 2023010320Erindi dagsett 6. janúar 2023 þar sem Ingvar Ívarsson f.h. Sólskóga ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Sólskóga í Kjarnaskógi. Fyrirhugað er að stækka lóð og ræktunarsvæði. Meðfylgjandi er uppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna.
Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.Fylgiskjöl
Hlíðarfjall - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 2023010358Erindi dagsett 6. janúar 2023 þar sem Ómar Ívarsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um breytingu á deiliskipulagi í Hlíðarfjalli. Fyrirhugað er að byggja nýtt áhaldahús. Meðfylgjandi er uppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.Fylgiskjöl
Austurvegur 19 og 21 - fyrirspurn um breytingu á skipulagi
Málsnúmer 2023011119Erindi Ásrúnar Ýrar Gestsdóttur verkefnastýru Áfram Hrísey dagsett 14. desember 2022 varðandi lóðir í Hrísey. Er m.a. óskað eftir að einbýlishúsalóðum nr. 19 og 21 við Austurveg verði breytt í par- eða raðhúsalóðir, að útbúnar verði iðnaðar-/atvinnulóðir og að frístundahúsalóðir verði gerðar byggingarhæfar.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagfulltrúa að vinna að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við erindið.
Fylgiskjöl
Djúpgámar - leiðbeiningar
Málsnúmer 2023010168Lögð fram drög að leiðbeiningum fyrir húseigendur, byggingaraðila og hönnuði um kröfur Akureyrarbæjar um djúpgáma, fyrirkomulag og útbúnað.
Gleráreyrar 1 - umsókn um skilti
Málsnúmer 2023011081Erindi Svövu Bjarkar Bragadóttur dagsett 19. janúar 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir nýju 22 m² skilti á útvegg við suðurinngang verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs.
Skipulagsráð samþykkir erindið með þeim skilyrðum að lágmarks tímalengd auglýsingabirtingar verði ein mínúta til samræmis við samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarbæjar. Jafnframt samþykkir skipulagsráð að einungis verði birtar þær auglýsingar sem tengjast starfsemi lóðarinnar. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Fylgiskjöl
Glerárdalur - fyrirspurn um land fyrir ferðaþjónustu
Málsnúmer 2023010723Erindi dagsett 13. janúar 2023 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. R & M ehf. óskar eftir svæði fyrir starfsemi í vetrarferðaþjónustu.
Svæðið sem um ræðir liggur meðfram Súluvegi við austanverða Glerá.Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu en felur skipulagsfulltrúa að skoða möguleika á gerð deiliskipulags fyrir uppbyggingu lóða fyrir ferðaþjónustu á þessu svæði.
Fylgiskjöl
Goðanes - beiðni um bann við lagningu ökutækja
Málsnúmer 2022120106Lagt fram að nýju erindi dagsett 1. desember 2022 þar sem Henný Lind f.h. Samskipa innanlands óskar eftir að bannað verði að leggja bílum meðfram gangstétt í Goðanesi þar sem það þrengir að umferð stórra ökutækja um götuna. Málið var tekið upp á samráðsfundi skipulags- og byggingarfulltrúa og umhverfis- og mannvirkjasviðs og var þar lagt til að bannað verði að leggja bílum í Goðanesi að sunnanverðu, frá Baldursnesi að dreifistöð NO austan við Goðanes 10.
Skipulagsráð samþykkir að banna lagningu ökutækja sunnan og vestan megin í Goðanesi að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.
Hlíðarbraut 4 - útboð lóðar
Málsnúmer 2022120090Í desember 2022 var byggingarréttur í lóðina Hlíðarbraut 4 auglýstur með tilboðsfresti til 12. janúar 2023. Engin tilboð bárust.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa byggingarrétt lóðarinnar að nýju við fyrsta tækifæri.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022
Málsnúmer 2022010178Lögð fram til kynningar fundargerð 898. fundar, dagsett 12. janúar 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022
Málsnúmer 2022010178Lögð fram til kynningar fundargerð 899. fundar, dagsett 19. janúar 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.