Fræðslu- og lýðheilsuráð - 46
- Kl. 13:00 - 16:00
- Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
- Fundur nr. 46
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonformaður
- Bjarney Sigurðardóttir
- Gunnar Már Gunnarsson
- Tinna Guðmundsdóttir
- Ásrún Ýr Gestsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Rannveig Elíasdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristín Jóhannesdóttirsviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
- Erna Rós Ingvarsdóttirverkefnastjóri leikskóla
- Sylvía Dögg Hjörleifsdóttirverkefnastjóri grunnskóla
- Bjarki Ármann Oddssonforstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
Rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs 2023
Málsnúmer 2023031680Árni K. Bjarnason rekstrarstjóri gerði grein fyrir rekstrarstöðu fræðslu- og lýðheilsusviðs á tímabilinu janúar til desember 2023.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexia María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Samræmdar símareglur í grunnskólum Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2023100652Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fór yfir vinnu starfshóps um samræmdar símareglur í grunnskólum Akureyrarbæjar.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexia María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Málþing um náttúrufræði
Málsnúmer 2024020428Fræðslu- og lýðheilsusvið í samvinnu við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri hefur verið að skipuleggja fjögur málþing um náttúrufræðikennslu á vorönn 2024, með áherslu á nýsköpun- og frumkvöðlahugsun. Starfsmenn frá MSHA fóru inn í grunnskólana í desember og tóku út náttúrufræðistofur. Í kjölfarið sendi fræðslu- og lýðheilsusvið út könnun þar sem skólastjórar, í samvinnu við náttúrufræðikennara, voru beðnir að svara spurningum er snúa að aðstöðu, búnaði og áherslum í náttúrufræðikennslu. Markmiðið er að efla og bæta náttúrufræðikennslu. Fyrsta málþingið var haldið þann 5. febrúar en mikil ánægja var með það.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexia María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Leikskóli í Hagahverfi
Málsnúmer 2023010583Umræður um stöðu á framkvæmdum við leikskóla í Hagahverfi.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexia María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Lýðheilsustefna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2022010391Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri lýðheilsumála kynnti hugmyndafræði að vinnu við gerð lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexia María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða hugmyndafræði að vinnu við gerð lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar.
Virk efri ár
Málsnúmer 2022081092Umræður um gjaldskrá Virkra efri ára.
Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri lýðheilsumála sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Knattspyrnufélag Akureyrar - endurnýjun vinnutækja á íþróttasvæði KA
Málsnúmer 2024011530Forstöðumaður íþróttamála óskar eftir heimild til að endurnýja vinnutæki á Íþróttasvæði KA samanber beiðni frá rekstraraðila svæðisins.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir beiðnina og vísar henni til umhverfis- og mannvirkjaráðs með ósk um að fjármagnið verði tekið af búnaðarsjóði.
Íþróttafélagið Þór - endurnýjun vinnutækja á íþróttasvæði Þórs
Málsnúmer 2024011531Forstöðumaður íþróttamála óskar eftir heimild til að endurnýja vinnutæki á Íþróttasvæði Þórs samanber beiðni frá rekstraraðila svæðisins.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir beiðnina og vísar henni til umhverfis- og mannvirkjaráðs með ósk um að fjármagnið verði tekið af búnaðarsjóð.
Bílaklúbbur Akureyrar - umsókn um notkun á fjölnotahúsinu Boganum
Málsnúmer 2013040200Erindi dagsett 4. febrúar 2024 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu félagsins 17. júní nk.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindið og heimilar notkun á Boganum undir bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar 2024.
Skíðafélag Akureyrar - Andrés Andarleikarnir
Málsnúmer 2018010433Lagður fram til samþykktar samningur við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andar leikanna.
Fjalar Ö. Úlfarsson formaður Andrésarnefndar Skíðafélags Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til umhverfis- og mannvirkjaráðs og bæjarráðs.
Íþróttafélaginn - stuðningur við íþróttaiðkun barna með fjölþættan vanda
Málsnúmer 2022111455Lögð fram skýrsla fyrir tímabilið 1. september - 31. desember 2023 um stöðu verkefnisins Íþróttafélaginn, stuðningur við íþróttaiðkun barna með fjölþættan vanda.
Halla Birgisdóttir Ottesen forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Næring eldra fólks
Málsnúmer 2023120452Liður 4. í fundargerð bæjarráðs dagsettri 21. desember 2023:
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 32. og 33. fundar öldungaráðs Akureyrarbæjar dagsettar 8. nóvember og 13. desember 2023.
Bæjarráð vísar lið 2 í fundargerð nr. 33 varðandi næringu eldra fólks til fræðslu- og lýðsheilsuráðs og hvetur til þess að ráðið skoði hvort að tækifæri séu til úrbóta er varðar næringu eldra fólks, t.a.m. með fræðslu eða öðrum stuðningi.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu til velferðarráðs.
Félagsleg liðveisla - útlagður kostnaður liðveitenda
Málsnúmer 2024020230Lagt fram minnisblað forstöðumanns tómstundamála um hækkun á útlögðum kostnaði liðveitenda.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að hækka endurgreiðslur á útlögðum kostnaði liðveitenda úr 4.000 kr. á mánuði í 5.000 kr. frá og með 1. mars 2024.
Norður Akureyri - samkomulag um aðgang að Sundlaug Akureyrar
Málsnúmer 2024011462Lagt fram til samþykktar samkomulag við Norður Akureyri ehf. um aðgang korthafa Norðurs Akureyri að Sundlaug Akureyrar.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.
Barnvænt sveitarfélag - gátlistar
Málsnúmer 2023091180Lagt fram barnvænt hagsmunamat fundarins.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar dagskrárlið 3, 10, 11 og 13 til kynningar hjá ungmennaráði Akureyrarbæjar.