Umhverfis- og mannvirkjaráð - 156
- Kl. 08:15 - 11:21
- Fundarherbergi UMSA
- Fundur nr. 156
Nefndarmenn
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttirformaður
- Inga Dís Sigurðardóttir
- Þórhallur Harðarson
- Óskar Ingi Sigurðsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Jón Hjaltasonáheyrnarfulltrúi
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Knattspyrnufélag Akureyrar - endurnýjun vinnutækja á íþróttasvæði KA
Málsnúmer 2024011530Liður 7 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. febrúar 2024:
Forstöðumaður íþróttamála óskar eftir heimild til að endurnýja vinnutæki á Íþróttasvæði KA samanber beiðni frá rekstraraðila svæðisins.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir beiðnina og vísar henni til umhverfis- og mannvirkjaráðs með ósk um að fjármagnið verði tekið af búnaðarsjóði.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka kr. 6 milljónir vegna kaupa á fjórhjóli af búnaðarsjóði UMSA. Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að kanna möguleikann á því að tækið gangi fyrir umhverfisvænum orkugjöfum og kynni það fyrir ráðinu.
Íþróttafélagið Þór - endurnýjun vinnutækja á íþróttasvæði Þórs
Málsnúmer 2024011531Liður 8 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. febrúar 2024:
Forstöðumaður íþróttamála óskar eftir heimild til að endurnýja vinnutæki á Íþróttasvæði Þórs samanber beiðni frá rekstraraðila svæðisins.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir beiðnina og vísar henni til umhverfis- og mannvirkjaráðs með ósk um að fjármagnið verði tekið af búnaðarsjóð.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka kr. 6 milljónir vegna kaupa á fjórhjóli af búnaðarsjóði UMSA. Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að kanna möguleikann á því að tækið gangi fyrir umhverfisvænum orkugjöfum og kynni það fyrir ráðinu.
Trjáverndarstefna
Málsnúmer 2024020710Lagt fram minnisblað varðandi gerð trjáverndarstefnu fyrir Akureyrarbæ.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna að gerð trjáverndarstefnu og leggur til að innan hennar verði eftirfylgd með gróðursetningu samkvæmt skipulagi Akureyrarbæjar.
Númerslausir bílar í bæjarlandinu
Málsnúmer 2024020713Lagt fram bréf varðandi aðgerðir gegn lagningu númerslausra bíla.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild og Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sátu fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að leggja fram tillögur að úrbótum vegna afskráðra bíla í bæjarlandinu í samráði við heilbrigðiseftirlitið, eldvarnareftirlit og lögreglu.
Hafnarstræti 16 - þjónustuíbúðir
Málsnúmer 2023031370Lögð fram stöðuskýrsla varðandi byggingu á Hafnarstræti 16.
Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.Móahverfi - gatnagerð og lagnir - áfangi 1
Málsnúmer 2023030859Lögð fram sáttatillaga Akureyrarbæjar við G. Hjálmarsson hf. vegna útboðsverksins Móahverfi - 1. áfangi - gatnagerð og lagnir.
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir L-lista bar upp vanhæfi og vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir sáttatillöguna fyrir sitt leyti.Strandgata 21 - áform
Málsnúmer 2024010685Lagt fram minnisblað varðandi ástand Strandgötu 21.
Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjasvið hefur gert úttekt á húsinu sem sýndi fram á að viðhald sé komið á tíma og mikilvægt sé að ákvörðun um framtíð hússins verði tekin sem fyrst. Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar ákvörðun um viðhald eða sölu á húsinu til bæjarráðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur þörf að hafa í huga að í húsinu er viðkvæm og mikilvæg starfsemi fyrir samfélagið sem hefur verið þar í 40 ár og telur því brýnt að fundin verði góð framtíðarlausn.Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2023
Málsnúmer 2023100247Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar.